Erlent

Ramadi fellur undan sókn ISIS

Samúel Karl Ólason skrifar
Hermenn yfirgáfu borginna á bílum og fótgangandi.
Hermenn yfirgáfu borginna á bílum og fótgangandi. Vísir/AP
Borgin Ramadi hefur fallið í hendur Íslamska ríkisins eftir harða bardaga síðustu daga. Íraski herinn og lögreglumenn yfirgáfu borgina í dag, en forsætisráðherra Írak hafði skipað þeim að halda kyrru fyrir. Hann hefur skipað liðsauka til hermanna á svæðinu.

Ramadi er höfuðborg Anbar, stærsta héraðs Írak. Í tilkynningu sem sögð er vera frá Íslamska ríkinu segir að vígamenn samtakanna hafi einnig tekið herstöð á svæðinu og skriðdreka og fleiri vopn sem hermennirnir skildu eftir.

Samkvæmt BBC er borgin nú undir stjórn ISIS og flúðu hermennirnir til austurs. Á samfélagsmiðlum mátti sjá í dag þegar herbílar keyrðu á miklum hraða frá borginni og héngu hermenn utan á þeim. Þá er sagt að hermennirnir hafi verið skotfæralausir og hafi ekki getað barist gegn ISIS lengur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×