Íslenski boltinn

Ásmundur: Þeir eru kræfir í Pepsi-mörkunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásmundur Arnarsson.
Ásmundur Arnarsson. Vísir
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, er ekki ánægður með þau ummæli sem Hjörvar Hafliðason lét falla í upphitunarþátt Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport í gær.

„Það var búið að ákveða að byrja þetta mót á sunnudag og það er skandall að þa sé búið að fresta þessum leik,“ sagði Hjörvar. „Eru menn hræddir við að mæta Lengjubikarmeisturum Breiðabliks á gervigrasi? Eru þeir að kaupa sér tíma svo að Albert Brynjar Ingason verði heill?“

Vísir hafði samband við Ásmund sem sagðist hafa sterka skoðun á þessum ummælum. „Ég veit bara ekki hvort hún sé prenthæf,“ sagði hann.

„En mér finnst að þeir séu mjög kræfir að leyfa sér að fjalla um þetta með þessum hætti,“ bætti hann við.

„Þetta er bara eins og hver önnur samsæriskenning. Allur okkar undirbúningur miðaðist við að spila á sunnudaginn og það er ekkert annað sem kom til greina.“

Hann segir það rétt að Albert hafi farið í sprautu vegna meiðsla sinna en að Hjörvar hafi ekki verið með réttan dag. „Hann fór í sprautuna á mánudag en ekki í gær, þegar ákveðið var að fresta leiknum. Sprautan kemur frestuninni ekkert við.“

Nánar verður rætt við Ásmund í Fréttablaðinu á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×