Innlent

Eyðileggingin stingur í hjartað

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vilborg Arna segir að skrefin úr grunnbúðum Everest hafi verið þung.
Vilborg Arna segir að skrefin úr grunnbúðum Everest hafi verið þung.
Vilborg Arna Gissurardóttir segir að skrefin hafi verið þung úr grunnbúðum Everest-fjalls en því hafi einnig fylgt ákveðinn léttir á sama tíma. Hún segir frá því á Facebook-síðu sinni að það hafi verið mikil læti í fjöllunum í kring og að hún hrökkvi við af minnsta tilefni.

„Á leiðinni höfum við séð hluta af eyðileggingunni og það stingur í hjartað. Við höfum séð menn vinna að húsum sínum og sumir verða að fram à sumar. Það eru fáir á ferli og gistihúsin meira og minna tóm.“

Vilborg flýgur á morgun til Katmandú, höfuðborgar Nepal, og á mánudaginn flýgur hún svo til London. Hún þakkar fyrir allar kveðjurnar og stuðninginn seinustu daga og segir að sér hlýni í hjartanu við að lesa þær.

„Á sama tíma langar mig til að minna á öll þau félög sem stunda hjálparstarf á svæðinu.“

Fjölmargir fjallgöngumenn hafa, líkt og Vilborg, hætt við að klífa Everest-fjall í kjölfar jarðskjálftans sem varð í Nepal fyrir viku. Þúsundir létust í skjálftanum og er eyðileggingin í Nepal gríðarleg. Hjálparstarfsfólk hefur streymt til landsins síðustu daga en búist er við að björgunarstarf taki marga mánuði.

Kærar þakkir fyrir allar kveðjurnar og stuðninginn. Það hlýjar hjartanu að lesa þær. Á sama tíma langar mig til að minna...

Posted by Vilborg Arna Gissurardóttir on Saturday, 2 May 2015

Tengdar fréttir

Þrír úr hópi Ingólfs fórust

Ingólfur Axelsson segir frá því á samskiptamiðlinum Facebook að hann sé kominn í grunnbúðir Everest.

Tala látinna hækkar enn

Neyðarástandið versnar hratt víða í einangruðum þorpum þar sem matar- og vatnsskortur blasir við. Tala látinna var í gær komin yfir fjögur þúsund og átti líklega eftir að hækka. Nærri sjö þúsund manns slösuðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×