Arnar: Barátta umfram gæði í „Glasgow“-slag KR og FH Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2015 11:30 Arnar Grétarsson stýrir Breiðabliki í fyrsta sinn í efstu deild í kvöld. vísir/ernir „Ég er með smá hnút í maganum rétt eins og maður væri að fara að spila. Ég er búinn að telja niður dagana í þennan leik,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi. Arnar og lærisveinar hans fara loks af stað í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld þegar þeir heimsækja Fylki í lokaleik fyrstu umferðar. Þetta verður fyrsti leikur Arnars sem þjálfari í Pepsi-deildinni.Sjá einnig:Hjörvar: Voru Fylkismenn að kaupa sér tíma vegna meiðsla Alberts Ingasonar? Leiknum var frestað frá sunnudegi til fimmtudags vegna vallarskilyrða í Árbænum, en vallarstjóri Fylkismanna útskýrði ástæðuna að hluta til í samtali við Vísi í gær. „Maður pirraði sig á þessu fyrstu dagana enda fannst mér með ólíkindum að KSÍ samþykkti þetta. En þetta er bara svona. Við spilum þennan leik og nú einbeitum við okkur alfarið að honum,“ segir Arnar.Blikar eru Lengjubikarmeistarar.vísir/andri marinóEkki eins og í Fífunni Fyrrverandi landsliðsmaðurinn fer vel af stað sem þjálfari Breiðabliks, en undir hans stjórn vann liðið tvo titla á undirbúningstímabilinu; Fótbolti.net-mótið og Lengjubikarinn. En nú hefst alvaran.Sjá einnig:Ásmundur: Þeir eru kræfir í Pepsi-mörkunum „Þetta verður djöfull erfiður leikur sem getur farið hvernig sem er. Þetta verður öðruvísi leikir en þeir sem við höfum spilað í Fífunni. Ég á ekki von á neinu teppi í Árbænum. Menn verða bara vera klárir í bardaga,“ segir Arnar. Arnar fylgdist með fyrstu umferðinni og býst við baráttuleik í kvöld þar sem veður- og vallarskilyrði verða eflaust ekki eins og best verður á kosið.Sören Frederiksen reynir að komast framhjá Böðvari „löpp“ Böðvarssyni.vísir/stefánEins og „Glasgow“-slagur Hann sá vitaskuld stórleik KR og FH á mánudagskvöldið sem FH vann, 3-1. Að hans mati var ekki mikill fótbolti spilaður þar, en kalt og vindasamt vorið spilaði þar inn í. „Það kom mér svolítið á óvart hvað það var rosalega lítið reynt að spila í þeim leik. FH-liðið kom mér til dæmis svakalega á óvart. Það var greinilega uppleggið hjá KR að koma inn af fullum krafti og taka FH út með látum, en ég bjóst við öðru af FH,“ segir Arnar. „Ég sá líka leik ÍA og Stjörnunnar. Völlurinn upp á Skaga var í ívið betra ástandi og þar var meiri fótbolti spilaður. Vitaskuld getur þetta farið eftir aðstæðum.“ „Sá leikur sem minnstur fótbolti var spilaður var hjá KR og FH. Aftur á móti var mesta tempóið í þeim leik og menn fengu hvað minnstan tíma á boltanum.“ „Þetta minnti mig svolítið á Glasgow-slag á milli Rangers og Celtic. Inn á vellinum voru gæðaleikmenn en samt duttu bæði lið rosalega mikið í þann pakka að berjast frekar en að spila fótbolta. Það eru gæði í báðum liðum en þau komu ekki fram,“ segir Arnar Grétarsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira
„Ég er með smá hnút í maganum rétt eins og maður væri að fara að spila. Ég er búinn að telja niður dagana í þennan leik,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi. Arnar og lærisveinar hans fara loks af stað í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld þegar þeir heimsækja Fylki í lokaleik fyrstu umferðar. Þetta verður fyrsti leikur Arnars sem þjálfari í Pepsi-deildinni.Sjá einnig:Hjörvar: Voru Fylkismenn að kaupa sér tíma vegna meiðsla Alberts Ingasonar? Leiknum var frestað frá sunnudegi til fimmtudags vegna vallarskilyrða í Árbænum, en vallarstjóri Fylkismanna útskýrði ástæðuna að hluta til í samtali við Vísi í gær. „Maður pirraði sig á þessu fyrstu dagana enda fannst mér með ólíkindum að KSÍ samþykkti þetta. En þetta er bara svona. Við spilum þennan leik og nú einbeitum við okkur alfarið að honum,“ segir Arnar.Blikar eru Lengjubikarmeistarar.vísir/andri marinóEkki eins og í Fífunni Fyrrverandi landsliðsmaðurinn fer vel af stað sem þjálfari Breiðabliks, en undir hans stjórn vann liðið tvo titla á undirbúningstímabilinu; Fótbolti.net-mótið og Lengjubikarinn. En nú hefst alvaran.Sjá einnig:Ásmundur: Þeir eru kræfir í Pepsi-mörkunum „Þetta verður djöfull erfiður leikur sem getur farið hvernig sem er. Þetta verður öðruvísi leikir en þeir sem við höfum spilað í Fífunni. Ég á ekki von á neinu teppi í Árbænum. Menn verða bara vera klárir í bardaga,“ segir Arnar. Arnar fylgdist með fyrstu umferðinni og býst við baráttuleik í kvöld þar sem veður- og vallarskilyrði verða eflaust ekki eins og best verður á kosið.Sören Frederiksen reynir að komast framhjá Böðvari „löpp“ Böðvarssyni.vísir/stefánEins og „Glasgow“-slagur Hann sá vitaskuld stórleik KR og FH á mánudagskvöldið sem FH vann, 3-1. Að hans mati var ekki mikill fótbolti spilaður þar, en kalt og vindasamt vorið spilaði þar inn í. „Það kom mér svolítið á óvart hvað það var rosalega lítið reynt að spila í þeim leik. FH-liðið kom mér til dæmis svakalega á óvart. Það var greinilega uppleggið hjá KR að koma inn af fullum krafti og taka FH út með látum, en ég bjóst við öðru af FH,“ segir Arnar. „Ég sá líka leik ÍA og Stjörnunnar. Völlurinn upp á Skaga var í ívið betra ástandi og þar var meiri fótbolti spilaður. Vitaskuld getur þetta farið eftir aðstæðum.“ „Sá leikur sem minnstur fótbolti var spilaður var hjá KR og FH. Aftur á móti var mesta tempóið í þeim leik og menn fengu hvað minnstan tíma á boltanum.“ „Þetta minnti mig svolítið á Glasgow-slag á milli Rangers og Celtic. Inn á vellinum voru gæðaleikmenn en samt duttu bæði lið rosalega mikið í þann pakka að berjast frekar en að spila fótbolta. Það eru gæði í báðum liðum en þau komu ekki fram,“ segir Arnar Grétarsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira