Íslenski boltinn

Hjörvar: Voru Fylkismenn að kaupa sér tíma vegna meiðsla Alberts Ingasonar?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leik Fylkis og Breiðabliks var í gær frestað til 7. maí en málið var til umræðu í upphitunarþætti Pepsi-markanna sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gær.

„Það var búið að ákveða að byrja þetta mót á sunnudag og það er skandall að þa sé búið að fresta þessum leik,“ sagði Hjörvar Hafliðason í þættinum.

„Sigursælustu fótboltalið landsins gátu spilað á [gervigrasinu] í Laugardal í fyrra - Fram, Valur og KR. Af hverju eru Fylkismenn of góðir til að fara þangað eða í Kórinn?“

„Eru menn hræddir við að mæta Lengjubikarmeisturum Breiðabliks á gervigrasi? Eru þeir að kaupa sér tíma svo að Albert Brynjar Ingason verði heill? Hann var í sprautu í dag.“

„Eru þeir gabba KSÍ inn í eitthvað svona og svo eru þeir búnir að rústa öllum plönum hjá Blikunum. Æfingaplön eru ekki rifin úr rassvösum þessa dagana. Það er langt plan sem er verið að fylgja.“

Breiðablik á leik gegn KR í annarri umferð og Hjörvar segir að KR-ingar hagnist á því að leiknum gegn Fylki hafi verið frestað.

„Ég trúi ekki öðru en að KSÍ-menn komi saman í fyrramálið og hætti þessu bulli. Þessi leikur fer fram á sunnnudag í Kórnum eða í Laugardalnum.“

Hjörtur Hjartarson tók í svipaðan streng. „Breyta fjórir dagar það miklu fyrir völlinn. Verður frekar hægt að spila á fimmtudaginn en á sunnudag?“

Umræðuna má sjá alla í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×