Erlent

Miðjarðarhaf: Svíar og Norðmenn leggja til skip

Atli Ísleifsson skrifar
Talsmenn landamærastofnunar ESB, Frontex, hafa enn ekki greint frá því hvað þeir telja að þurfi mörg skip á svæðið.
Talsmenn landamærastofnunar ESB, Frontex, hafa enn ekki greint frá því hvað þeir telja að þurfi mörg skip á svæðið. Vísir/AFP
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, greindi í dag frá því að sænsk yfirvöld muni leggja til skip og flugvélar til að takast á við flóttamannavandann í Miðjarðarhafi.

Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins koma saman til fundar á morgun til að ræða hvernig bregðast skuli við þá gríðarlegu aukningu sem hefur orðið meðal þeirra flóttamanna sem reyna að komast til Evrópu frá Afríku með bátum.

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, greindi frá því í gær að Norðmenn myndu leggja til skip frá og með 1. ágúst. Í dag sagðist Solberg þó ekki útiloka að skip yrðu send á vettvang fyrr.

Talsmenn landamærastofnunar ESB, Frontex, hafa enn ekki greint frá því hvað þeir telja að þurfi mörg skip á svæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×