Illugi orðinn ráðherra þegar hann seldi stjórnarformanni Orku íbúðina Bjarki Ármannsson skrifar 26. apríl 2015 15:17 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Vísir/Ernir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra seldi íbúð sína í Vesturbæ Reykjavíkur eignarhaldsfélaginu OG Capital ehf. eftir að hafa tekið sæti sem ráðherra og eftir að hann var viðstaddur undirritun samnings milli Orku Energy og sveitarstjórn Xianyang, sem fram fór í Reykjavík í desember 2013. OG Capital ehf. var í eigu Illuga árin 2011 og 2012 en er nú í eigu Hauks Harðarsonar, stjórnarformanns Orku Energy, samkvæmt ársreikningum félagins. Illugi greindi frá því í viðtali við RÚV í dag að hann leigi hús sitt af Hauki. Tengsl Illuga við Orku Energy, sem hann starfaði fyrir á meðan hann var utan þings, hafa verið talsvert rædd að undanförnu eftir að fulltrúar fyrirtækisins tóku þátt í dagskrá ráðherrans í ferð til Kína á dögunum. Að því er fram kemur í fasteignaskrá ríkisins var íbúð Illuga keypt þann 27. júlí árið 2014 en afhendingardagur er skráður um hálfu ári áður, 31. desember 2013. Stuttu fyrir afhendingardaginn, í desember árið 2013, var Illugi viðstaddur undirritun samninga á milli Orku Energy og yfirvalda í Xianyang héraði á Hótel Nordica í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum sem fram koma í ársreikningum OG Capital var fasteignin keypt fyrir 53.5 milljónir króna en í sama ársreikningi kemur fram að félagið hafi yfirtekið lán að verðmæti 34.5 milljónir og tekið nýtt lán upp á 28 milljónir. Ekki er að sjá að önnur starfsemi hafi verið í félaginu árið 2013 en sú er varðar kaup félagsins á íbúð Illuga. Ekki hefur náðst í Illuga í dag vegna málsins en þær skýringar fengist að hann sé á leið á fund Norðurlandaráðs. Tengdar fréttir „Eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum“ Ferð menntamálaráðherra til Kína var til umræðu á Alþingi í dag. 13. apríl 2015 16:55 Illugi leigir hús sitt af stjórnarformanni Orku Energy Segir tengsl sín við fyrirtækið ekki hafa haft áhrif á störf sín sem menntamálaráðherra. 26. apríl 2015 12:44 Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00 Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00 Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra seldi íbúð sína í Vesturbæ Reykjavíkur eignarhaldsfélaginu OG Capital ehf. eftir að hafa tekið sæti sem ráðherra og eftir að hann var viðstaddur undirritun samnings milli Orku Energy og sveitarstjórn Xianyang, sem fram fór í Reykjavík í desember 2013. OG Capital ehf. var í eigu Illuga árin 2011 og 2012 en er nú í eigu Hauks Harðarsonar, stjórnarformanns Orku Energy, samkvæmt ársreikningum félagins. Illugi greindi frá því í viðtali við RÚV í dag að hann leigi hús sitt af Hauki. Tengsl Illuga við Orku Energy, sem hann starfaði fyrir á meðan hann var utan þings, hafa verið talsvert rædd að undanförnu eftir að fulltrúar fyrirtækisins tóku þátt í dagskrá ráðherrans í ferð til Kína á dögunum. Að því er fram kemur í fasteignaskrá ríkisins var íbúð Illuga keypt þann 27. júlí árið 2014 en afhendingardagur er skráður um hálfu ári áður, 31. desember 2013. Stuttu fyrir afhendingardaginn, í desember árið 2013, var Illugi viðstaddur undirritun samninga á milli Orku Energy og yfirvalda í Xianyang héraði á Hótel Nordica í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum sem fram koma í ársreikningum OG Capital var fasteignin keypt fyrir 53.5 milljónir króna en í sama ársreikningi kemur fram að félagið hafi yfirtekið lán að verðmæti 34.5 milljónir og tekið nýtt lán upp á 28 milljónir. Ekki er að sjá að önnur starfsemi hafi verið í félaginu árið 2013 en sú er varðar kaup félagsins á íbúð Illuga. Ekki hefur náðst í Illuga í dag vegna málsins en þær skýringar fengist að hann sé á leið á fund Norðurlandaráðs.
Tengdar fréttir „Eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum“ Ferð menntamálaráðherra til Kína var til umræðu á Alþingi í dag. 13. apríl 2015 16:55 Illugi leigir hús sitt af stjórnarformanni Orku Energy Segir tengsl sín við fyrirtækið ekki hafa haft áhrif á störf sín sem menntamálaráðherra. 26. apríl 2015 12:44 Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00 Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00 Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Sjá meira
„Eins og verið sé að gera það tortryggilegt að menn vinni hjá einkafyrirtækjum“ Ferð menntamálaráðherra til Kína var til umræðu á Alþingi í dag. 13. apríl 2015 16:55
Illugi leigir hús sitt af stjórnarformanni Orku Energy Segir tengsl sín við fyrirtækið ekki hafa haft áhrif á störf sín sem menntamálaráðherra. 26. apríl 2015 12:44
Vilja svör um tengslin við Orku Energy Menntamálaráðherra fór í vinnuferð til Kína og sat fundi með Orku Energy. Starfaði áður fyrir fyrirtækið en segist engra hagsmuna hafa að gæta. Stjórnarandstaðan segir mörgum spurningum ósvarað. 9. apríl 2015 07:00
Orku Energy ferðin sú fyrsta sinnar tegundar Menntamálaráðherra hefur ekki farið aðrar utanlandsferðir til að greiða götur íslenskra fyrirtækja en þá sem hann fór í til Kína með Orku Energy. Segir tugi vísindamanna og sérfræðinga fengið störf í Kína vegna verkefna fyrirtækisins þar. 10. apríl 2015 07:00
Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Mennta- og menningarmálaráðherra segir upplýsingar um sig í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. 7. apríl 2015 21:57