Illugi segir enga hagsmunaárekstra í tengslum við Orku Energy Bjarki Ármannsson skrifar 7. apríl 2015 21:57 Illugi Gunnarsson segir upplýsingar í hagsmunaskrá Alþingis úreltar. Vísir/GVA „Þessi tenging mín við þetta tiltekna fyrirtæki sem starfar erlendis er frá þeim tíma þegar ég var utan þings og var þess vegna að vinna fyrir mér,“ segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, aðspurður um tengsl sín við fyrirtækið Orka Energy. Aðilar á vegum fyrirtækisins tóku þátt í dagskrá vinnuferðar ráðherrans til Kína í síðasta mánuði en á hagsmunaskrá Alþingis segir að Illugi hafi sinnt ráðgjafastörfum fyrir Orku Energy í Singapúr vegna verkefna í Asíu. Fréttavefurinn Hringbraut vakti athygli á þessu fyrr í kvöld. Illugi segir að upplýsingarnar í hagsmunaskránni séu úreltar, þar sem hann hafi ekki sinnt störfum fyrir fyrirtækið frá því að hann var utan þings árið 2011, og jafnframt að ráðuneytið hafi ekki boðið fulltrúum Orku með til Kína. „Þeir voru staddir þarna úti á þessum tíma og ástæðan fyrir því að þetta er sérstaklega tekið fram í dagskránni er sú að ég sat á einum fundi þeirra með samstarfsaðilum sínum,“ segir Illugi. „Þeir voru ekki þarna á okkar vegum og við vorum ekki að borga fyrir þá eða eitthvað þess háttar.“ Hann segist ekki hafa neina fjárhagslegra hagsmuna að gæta í tengslum við starfsemi Orku, hvorki sé hann á launaskrá né eigi hlutabréf í fyrirtækinu. Hann segist þó geta skilið hversvegna sá misskilningur komi upp þar sem upplýsingarnar á hagsmunaskránni ættu að hafa verið teknar út. Illugi segir ferðina tilkomna vegna formlegs boðs Kínverja. Kínverskir ráðherrar sem fari með sömu málaflokka og íslenska mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi á undanförnum árum komið hingað til lands í vinnuferðir. Aðspurður hvernig til dæmis heimsókn á jarðhitasvæði í nágrenni Peking falli undir verkahring menntamálaráðherra segir hann það heyra undir vísindasamstarf Íslendinga og Kínverja. „Þarna hefur verið samstarf á vísindasviðinu milli landanna,“ segir hann. „Ég hafði heilmikinn áhuga á að sjá það, þar sem þarna hafa íslenskir vísindamenn verið að störfum.“ Alþingi Illugi og Orka Energy Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
„Þessi tenging mín við þetta tiltekna fyrirtæki sem starfar erlendis er frá þeim tíma þegar ég var utan þings og var þess vegna að vinna fyrir mér,“ segir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, aðspurður um tengsl sín við fyrirtækið Orka Energy. Aðilar á vegum fyrirtækisins tóku þátt í dagskrá vinnuferðar ráðherrans til Kína í síðasta mánuði en á hagsmunaskrá Alþingis segir að Illugi hafi sinnt ráðgjafastörfum fyrir Orku Energy í Singapúr vegna verkefna í Asíu. Fréttavefurinn Hringbraut vakti athygli á þessu fyrr í kvöld. Illugi segir að upplýsingarnar í hagsmunaskránni séu úreltar, þar sem hann hafi ekki sinnt störfum fyrir fyrirtækið frá því að hann var utan þings árið 2011, og jafnframt að ráðuneytið hafi ekki boðið fulltrúum Orku með til Kína. „Þeir voru staddir þarna úti á þessum tíma og ástæðan fyrir því að þetta er sérstaklega tekið fram í dagskránni er sú að ég sat á einum fundi þeirra með samstarfsaðilum sínum,“ segir Illugi. „Þeir voru ekki þarna á okkar vegum og við vorum ekki að borga fyrir þá eða eitthvað þess háttar.“ Hann segist ekki hafa neina fjárhagslegra hagsmuna að gæta í tengslum við starfsemi Orku, hvorki sé hann á launaskrá né eigi hlutabréf í fyrirtækinu. Hann segist þó geta skilið hversvegna sá misskilningur komi upp þar sem upplýsingarnar á hagsmunaskránni ættu að hafa verið teknar út. Illugi segir ferðina tilkomna vegna formlegs boðs Kínverja. Kínverskir ráðherrar sem fari með sömu málaflokka og íslenska mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi á undanförnum árum komið hingað til lands í vinnuferðir. Aðspurður hvernig til dæmis heimsókn á jarðhitasvæði í nágrenni Peking falli undir verkahring menntamálaráðherra segir hann það heyra undir vísindasamstarf Íslendinga og Kínverja. „Þarna hefur verið samstarf á vísindasviðinu milli landanna,“ segir hann. „Ég hafði heilmikinn áhuga á að sjá það, þar sem þarna hafa íslenskir vísindamenn verið að störfum.“
Alþingi Illugi og Orka Energy Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels