Hörð átök í Baltimore Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. apríl 2015 23:25 Átökin hafa harðnað með hverjum deginum sem líður. vísir/afp Hörð átök brutust út í Baltimore í Bandaríkjunum í dag, fáeinum klukkustundum eftir að Freddie Gray var borinn til grafar. Sjö lögreglumenn eru slasaðir og einn illa haldinn eftir átökin. Lögregla vinnur nú að því að ná stjórn á ástandinu og hefur meðal annars beitt táragasi á mótmælendur. Hinn 25 ára Freddie Gray féll fyrir hendi lögreglu í síðustu viku. Hlaut hann alvarlega áverka á mænu en hann er á meðal nokkurra blökkumanna sem látið hafa lífið af völdum lögreglu á skömmum tíma. Mótmælendur hafa frá dauða hans fjölmennt á hverju kvöldi en átökin hafa sjaldan orðið eins hörð og nú. Sóknarpresturinn Jamal Bryeant er á meðal þeirra sem standa fyrir mótmælunum en segir ofbeldið „ekki endurspegla anda hreyfingarinnar“. Fjölmörg ungmenni taka þátt í mótmælunum og hefur lögregla biðlað til foreldra að hafa uppi á börnum sínum og fara með þau heim. Ástandið sé orðið hættulegt. Ástvinir Gray hafa einnig biðlað til fólks að hætta ofbeldinu. Mótmælendur hafa látið öllum illum látum í dag, kastað múrsteinum og öðru lauslegu í lögregluþjóna og -bíla á svæðinu. Fyrr í dag barst lögreglu upplýsingar um að meðlimir nokkurra glæpagengja hefðu tekið höndum saman og hygðust beina spjótum sínum að lögreglu.Myndbönd af átökunum má sjá hér fyrir neðan, annað þeirra í beinni útsendingu. Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Hörð átök brutust út í Baltimore í Bandaríkjunum í dag, fáeinum klukkustundum eftir að Freddie Gray var borinn til grafar. Sjö lögreglumenn eru slasaðir og einn illa haldinn eftir átökin. Lögregla vinnur nú að því að ná stjórn á ástandinu og hefur meðal annars beitt táragasi á mótmælendur. Hinn 25 ára Freddie Gray féll fyrir hendi lögreglu í síðustu viku. Hlaut hann alvarlega áverka á mænu en hann er á meðal nokkurra blökkumanna sem látið hafa lífið af völdum lögreglu á skömmum tíma. Mótmælendur hafa frá dauða hans fjölmennt á hverju kvöldi en átökin hafa sjaldan orðið eins hörð og nú. Sóknarpresturinn Jamal Bryeant er á meðal þeirra sem standa fyrir mótmælunum en segir ofbeldið „ekki endurspegla anda hreyfingarinnar“. Fjölmörg ungmenni taka þátt í mótmælunum og hefur lögregla biðlað til foreldra að hafa uppi á börnum sínum og fara með þau heim. Ástandið sé orðið hættulegt. Ástvinir Gray hafa einnig biðlað til fólks að hætta ofbeldinu. Mótmælendur hafa látið öllum illum látum í dag, kastað múrsteinum og öðru lauslegu í lögregluþjóna og -bíla á svæðinu. Fyrr í dag barst lögreglu upplýsingar um að meðlimir nokkurra glæpagengja hefðu tekið höndum saman og hygðust beina spjótum sínum að lögreglu.Myndbönd af átökunum má sjá hér fyrir neðan, annað þeirra í beinni útsendingu.
Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira