Hörð átök í Baltimore Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. apríl 2015 23:25 Átökin hafa harðnað með hverjum deginum sem líður. vísir/afp Hörð átök brutust út í Baltimore í Bandaríkjunum í dag, fáeinum klukkustundum eftir að Freddie Gray var borinn til grafar. Sjö lögreglumenn eru slasaðir og einn illa haldinn eftir átökin. Lögregla vinnur nú að því að ná stjórn á ástandinu og hefur meðal annars beitt táragasi á mótmælendur. Hinn 25 ára Freddie Gray féll fyrir hendi lögreglu í síðustu viku. Hlaut hann alvarlega áverka á mænu en hann er á meðal nokkurra blökkumanna sem látið hafa lífið af völdum lögreglu á skömmum tíma. Mótmælendur hafa frá dauða hans fjölmennt á hverju kvöldi en átökin hafa sjaldan orðið eins hörð og nú. Sóknarpresturinn Jamal Bryeant er á meðal þeirra sem standa fyrir mótmælunum en segir ofbeldið „ekki endurspegla anda hreyfingarinnar“. Fjölmörg ungmenni taka þátt í mótmælunum og hefur lögregla biðlað til foreldra að hafa uppi á börnum sínum og fara með þau heim. Ástandið sé orðið hættulegt. Ástvinir Gray hafa einnig biðlað til fólks að hætta ofbeldinu. Mótmælendur hafa látið öllum illum látum í dag, kastað múrsteinum og öðru lauslegu í lögregluþjóna og -bíla á svæðinu. Fyrr í dag barst lögreglu upplýsingar um að meðlimir nokkurra glæpagengja hefðu tekið höndum saman og hygðust beina spjótum sínum að lögreglu.Myndbönd af átökunum má sjá hér fyrir neðan, annað þeirra í beinni útsendingu. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Hörð átök brutust út í Baltimore í Bandaríkjunum í dag, fáeinum klukkustundum eftir að Freddie Gray var borinn til grafar. Sjö lögreglumenn eru slasaðir og einn illa haldinn eftir átökin. Lögregla vinnur nú að því að ná stjórn á ástandinu og hefur meðal annars beitt táragasi á mótmælendur. Hinn 25 ára Freddie Gray féll fyrir hendi lögreglu í síðustu viku. Hlaut hann alvarlega áverka á mænu en hann er á meðal nokkurra blökkumanna sem látið hafa lífið af völdum lögreglu á skömmum tíma. Mótmælendur hafa frá dauða hans fjölmennt á hverju kvöldi en átökin hafa sjaldan orðið eins hörð og nú. Sóknarpresturinn Jamal Bryeant er á meðal þeirra sem standa fyrir mótmælunum en segir ofbeldið „ekki endurspegla anda hreyfingarinnar“. Fjölmörg ungmenni taka þátt í mótmælunum og hefur lögregla biðlað til foreldra að hafa uppi á börnum sínum og fara með þau heim. Ástandið sé orðið hættulegt. Ástvinir Gray hafa einnig biðlað til fólks að hætta ofbeldinu. Mótmælendur hafa látið öllum illum látum í dag, kastað múrsteinum og öðru lauslegu í lögregluþjóna og -bíla á svæðinu. Fyrr í dag barst lögreglu upplýsingar um að meðlimir nokkurra glæpagengja hefðu tekið höndum saman og hygðust beina spjótum sínum að lögreglu.Myndbönd af átökunum má sjá hér fyrir neðan, annað þeirra í beinni útsendingu.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira