Erlent

Eldur í grennd við Tsjernobyl

Bjarki Ármannsson skrifar
Yfirvöld í Úkraínu segja að grunur liggi á um íkveikju.
Yfirvöld í Úkraínu segja að grunur liggi á um íkveikju. Vísir/EPA
Eldur braust út í skógi við fyrrverandi kjarnorkustöðina Tsjernobyl í Úkraínu nú í kvöld. Innanríkisráðherra Úkraínu, Arsen Avakov, segir að eldurinn hafi náð yfir um fjögur hundruð hektara svæði.

Um tvöhundruð manns tóku þátt í að slökkva eldinn, að því er BBC greinir frá. Talsmaður Tsjernobyl segir í samtali við fréttaveituna AFP að eldurinn hafi á engum tímapunkti ógnað hinni mjög svö menguðu fyrrum kjarnorkustöð, þar sem stærsta kjarnorkuslys sögunnar átti sér stað árið 1986.

Avakov segir að grunur liggi á um íkveikju. Öryggisgæslan á svæðinu hafi verið hert til muna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×