Erlent

Tíu kólumbískir hermenn féllu í árás FARC

Atli Ísleifsson skrifar
Samið var um vopnahlé í desember eftir tveggja ára friðarviðræður.
Samið var um vopnahlé í desember eftir tveggja ára friðarviðræður. Vísir/AFP
Tíu kólumbískir hermenn féllu og að minnsta kosti sex særðust í árás liðsmanna uppreisnarhópsins FARC í suðvesturhluta landsins í nótt.

Kólumbískir fjölmiðlar greina frá þessu. Samið var um vopnahlé milli forsvarsmanna FARC og kólumbískra yfirvalda í desember, svo ljóst er að um gróft brot á gerðum samningum er að ræða.

Í frétt CR segir að liðsmenn FARC hafi setið um og ráðist á hermennina í Buenos Aires, litlum bæ í Cauca-fylki, nokkru suður af þriðju stærstu borg landsins, Cali.

Samið var um vopnahlé í desember eftir tveggja ára friðarviðræður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×