Sundhöllin í Reykjavík stendur í íbúum í Grafarholti og Úlfarsárdal Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. apríl 2015 22:45 Dagur sagði að hverfið væri í forgangi hjá borginni en það voru fundarmenn ekki sammála um. Vísir/Stefán Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fékk kaldar móttökur þegar hann kynnti verkáætlun vegna byggingar skóla-, íþrótta- og menningarmiðstöðvar í Úlfarsárdal og Grafarholti á opnum íbúafundi í kvöld. Íbúar í hverfunum kepptust við að lýsa óánægju sinni með hægagang framkvæmdanna og fyrirhugaðan framkvæmdatíma. Dagur fékk kaldar móttökur á fundinum.Vísir/Stefán Samkvæmt verkáætluninni verður ekki lokið við framkvæmdirnar fyrr en árið 2022 þegar sundlaugin í verður opnuð í hverfinu. Þær áætlanir, um að ljúka framkvæmdunum á opnun sundlaugar, voru gagnrýndar mjög en segja má að bygging útilaugar við Sundhöllina í Reykjavík hafi staðið í fundargestum. Spurðu margir af hverju sú framkvæmd yrði kláruð áður en sundlaugin í hverfinu. „Er það vegna þess að þú býrð í miðbænum?“ spurði til að mynda einn fundarmanna en Dagur B. er búsettur í miðbæ Reykjavíkur og er Sundhöllin sundlaugin í hverfinu hans. Hiti var í fundarmönnum þegar opnað hafði verið fyrir spurningar úr sal en fundurinn hófst á kynningu Dags og stuttri ræðu formanns íbúasamtaka í Úlfarsárdal.Fjölmenni var á fundinum sem fram fór í Ingunnarskóla í Grafarholti.Vísir/Stefán„Ég er geri bara aðeins athugasemd við það þegar þessu eru stillt upp eins og einhverju stríði á milli borgarhluta eða hverfa,” sagði Dagur sem augljóslega var orðinn þreyttur á samanburðinum við Sundhöllina. „Við erum með metnað fyrir alla hluta borgarinnar.“ „Þegar sundlaugaforgangsröðun var ákveðin var horft yfir borgina og athugað hvar eru þau svæði í borginni þar sem ekki er hægt að komast gangandi eða hjólandi í sundlaugar utandyra,” segir hann. Niðurstaðan úr þeirri úttekt var að þörf væri á útilaug við Sundhöllina, í Fossvogi og í Úlfarsárdal og Grafarholti. „Þó að Fossvogurinn hafi verið lengi í umræðunni þá var þetta svæði hér tekið fram yfir og ákveðið að klára sundhöllina. Það var alltaf gert ráð fyrir útilaug þar og það eru áttatíu ár frá því að hún var byggð. Hún þjónar þrjátíu þúsund manna hverfi,“ sagði hann og bætti við að honum þætti ósanngjarnt gagnvart íbúum í grennd við Sundhöllina að stilla þessu upp „sem annað hvort eða“, eins og borgarstjórinn orðaði það.Hér má sjá hvernig byggingin kemur út.ReykjavíkurborgFormaður íbúasamtakanna, Kristinn Steinn Traustason, var harðorður í garð borgaryfirvalda. „Það getur varla talist til eðlilegra vinnubragða við uppbyggingu og rekstur hverfa borgarinnar að heilu árgangarnir fari í gengum skólakerfið við þær aðstæður sem okkur eru boðnar upp á hér,“ sagði hann og gagnrýndi hversu langan tíma hefur tekið að koma af stað framkvæmdum. Kristinn gagnrýndi einnig framkvæmdatímann sem kynntur var íbúum á fundinum. „ Betur má ef duga skal,” sagði Kristinn og uppskar dynjandi lófatak fundargesta. „ Borgin þarf að gera betur en þetta, því þetta köllum við ekki hraða uppbyggingu,” sagði hann.Byggingin er ansi stór en hún á að tengja saman Grafarholt og Úlfarsárdal.ReykjavíkurborgVart er hægt að bera saman viðtökur og undirtektir sem Dagur fékk við þær sem Kristinn fékk frá íbúum eftir erindi þeirra. Á fundinum sagðist Dagur vona að samningar við íþróttafélagið Fram myndu ganga hratt fyrir sig. „Ég vil helst klára þetta öðru hvoru megin við helgi,“ sagði hann í léttum tón. Ólafur Arnarson, formaður félagsins, var staddur á fundinum en hann var ekki jafn léttur þegar kom að málefnum félagsins og sagðist efins um að viðræðurnar gengu hratt fyrir sig; samningurinn hefði borist félaginu í vikunni og hann væri ekki góður. „Við eigum langt og strangt ferli fram undan,“ sagði hann. „Það er alveg ljóst, samningurinn klárast ekki á einni viku.“ Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fékk kaldar móttökur þegar hann kynnti verkáætlun vegna byggingar skóla-, íþrótta- og menningarmiðstöðvar í Úlfarsárdal og Grafarholti á opnum íbúafundi í kvöld. Íbúar í hverfunum kepptust við að lýsa óánægju sinni með hægagang framkvæmdanna og fyrirhugaðan framkvæmdatíma. Dagur fékk kaldar móttökur á fundinum.Vísir/Stefán Samkvæmt verkáætluninni verður ekki lokið við framkvæmdirnar fyrr en árið 2022 þegar sundlaugin í verður opnuð í hverfinu. Þær áætlanir, um að ljúka framkvæmdunum á opnun sundlaugar, voru gagnrýndar mjög en segja má að bygging útilaugar við Sundhöllina í Reykjavík hafi staðið í fundargestum. Spurðu margir af hverju sú framkvæmd yrði kláruð áður en sundlaugin í hverfinu. „Er það vegna þess að þú býrð í miðbænum?“ spurði til að mynda einn fundarmanna en Dagur B. er búsettur í miðbæ Reykjavíkur og er Sundhöllin sundlaugin í hverfinu hans. Hiti var í fundarmönnum þegar opnað hafði verið fyrir spurningar úr sal en fundurinn hófst á kynningu Dags og stuttri ræðu formanns íbúasamtaka í Úlfarsárdal.Fjölmenni var á fundinum sem fram fór í Ingunnarskóla í Grafarholti.Vísir/Stefán„Ég er geri bara aðeins athugasemd við það þegar þessu eru stillt upp eins og einhverju stríði á milli borgarhluta eða hverfa,” sagði Dagur sem augljóslega var orðinn þreyttur á samanburðinum við Sundhöllina. „Við erum með metnað fyrir alla hluta borgarinnar.“ „Þegar sundlaugaforgangsröðun var ákveðin var horft yfir borgina og athugað hvar eru þau svæði í borginni þar sem ekki er hægt að komast gangandi eða hjólandi í sundlaugar utandyra,” segir hann. Niðurstaðan úr þeirri úttekt var að þörf væri á útilaug við Sundhöllina, í Fossvogi og í Úlfarsárdal og Grafarholti. „Þó að Fossvogurinn hafi verið lengi í umræðunni þá var þetta svæði hér tekið fram yfir og ákveðið að klára sundhöllina. Það var alltaf gert ráð fyrir útilaug þar og það eru áttatíu ár frá því að hún var byggð. Hún þjónar þrjátíu þúsund manna hverfi,“ sagði hann og bætti við að honum þætti ósanngjarnt gagnvart íbúum í grennd við Sundhöllina að stilla þessu upp „sem annað hvort eða“, eins og borgarstjórinn orðaði það.Hér má sjá hvernig byggingin kemur út.ReykjavíkurborgFormaður íbúasamtakanna, Kristinn Steinn Traustason, var harðorður í garð borgaryfirvalda. „Það getur varla talist til eðlilegra vinnubragða við uppbyggingu og rekstur hverfa borgarinnar að heilu árgangarnir fari í gengum skólakerfið við þær aðstæður sem okkur eru boðnar upp á hér,“ sagði hann og gagnrýndi hversu langan tíma hefur tekið að koma af stað framkvæmdum. Kristinn gagnrýndi einnig framkvæmdatímann sem kynntur var íbúum á fundinum. „ Betur má ef duga skal,” sagði Kristinn og uppskar dynjandi lófatak fundargesta. „ Borgin þarf að gera betur en þetta, því þetta köllum við ekki hraða uppbyggingu,” sagði hann.Byggingin er ansi stór en hún á að tengja saman Grafarholt og Úlfarsárdal.ReykjavíkurborgVart er hægt að bera saman viðtökur og undirtektir sem Dagur fékk við þær sem Kristinn fékk frá íbúum eftir erindi þeirra. Á fundinum sagðist Dagur vona að samningar við íþróttafélagið Fram myndu ganga hratt fyrir sig. „Ég vil helst klára þetta öðru hvoru megin við helgi,“ sagði hann í léttum tón. Ólafur Arnarson, formaður félagsins, var staddur á fundinum en hann var ekki jafn léttur þegar kom að málefnum félagsins og sagðist efins um að viðræðurnar gengu hratt fyrir sig; samningurinn hefði borist félaginu í vikunni og hann væri ekki góður. „Við eigum langt og strangt ferli fram undan,“ sagði hann. „Það er alveg ljóst, samningurinn klárast ekki á einni viku.“
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira