Framkvæmdastjóri SA segir hækkun stjórnarlauna trufla kjaraviðræður Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2015 18:52 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir hækkun stjórnarlauna hjá HB Granda hafa truflað kjaraviðræðurnar en stjórnin verði sjálf að gera upp við sig hvort hún verði dregin til baka. Samtök atvinnulífsins hafi lagt áherslu á að hóflegar launahækkanir geti skilað betri kaupmætti og þá verði stjórnendur að fara á undan með góðu fordæmi. Ólíkt því sem gerst hefur oftast undanfarin mörg ár fer Alþýðusambandið ekki með samningsumboð aðildarfélaga sinna í stóru samfloti. Þótt vissulega sé um samflot að ræða milli verkalýðsfélaga eins og innan Starfsgreinasambandsins koma fjölmargir aðilar að samningaborðinu á hinum almenna vinnumarkaði nú sem og hjá hinu opinbera. Þá eru kröfurnar mjög misjafnar, bæði efnislega og hvað varðar samningstíma. „Nei, ég held að þetta gangi ekki upp svona. Það er alveg ljóst að viðfangsefnið er mjög flókið og það þarf að horfa til mjög margra þátta við lausn þessarar deilu sem nú er. Það verður aldrei gert með góðu móti nema menn komi þá saman að úrlausninni,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Það séu til leiðir til að auka kaupmátt launafólks enn frekar án þess að hleypa verðbólgunni af stað. „Það gæti komið til aðkoma ríkisvalds, það gætu komið til breytingar á launakerfum, hvernig eigi að meðhöndla ólíkar kröfur þ.e.a.s annars vegar millitekjuhópa og krafna um hækkun lægstu launa. Þetta gerist ekki öðruvísi en í samfloti,“ segir Þorsteinn. Sigurður Bessason formaður Eflingar segir margt hafa flægt samningsstöðuna að undanförnu og hafi nýleg hækkun launa stjórnarmanna í HB Granda verið eins og bensín á eldinn. „Alveg klárlega og okkar krafa er sú að þetta verði dregið til baka. Hvernig sem þeir fara að því. Það myndi vera mjög gott innlegg til að skapa andrúmsloft til að hægt sé að vinna með málin áfram. En engu að síður er mjög flókin staða undir. Nóg var samt að glíma við þá stöðu þó þetta bættist ekki við,“ segir Sigurður. „Við erum að tala um áherslu á að lægri kauphækkanir skili eftir sem áður meiri árangri og þar verða auðvitað stjórnendur að leiða för,“ segir Þorsteinn. Finnst þér að þeir ættu að draga þessa hækkun til baka? „Það verða þeir að svara fyrir um. En það er alveg ljóst að hún hefur truflað viðræður,“ segir framkvæmdastjóri Samstaka atvinnulífsins. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Aukinn þrýstingur vegna verkfalls Geislafræðingar segjast upplifa aukinn þrýsting frá stjórnendum Landspítalans vegna verkfalls þeirra. 18. apríl 2015 18:40 Deilendur nái landi áður en ríkið kemur að samningum Forsætisráðherra segir ekki þýða fyrir aðila vinnumarkaðrins að ætlast til að ríkisstjórnin leysi deilur þeirra en stjórnvöld séu til í að koma að samningum. 18. apríl 2015 18:50 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir hækkun stjórnarlauna hjá HB Granda hafa truflað kjaraviðræðurnar en stjórnin verði sjálf að gera upp við sig hvort hún verði dregin til baka. Samtök atvinnulífsins hafi lagt áherslu á að hóflegar launahækkanir geti skilað betri kaupmætti og þá verði stjórnendur að fara á undan með góðu fordæmi. Ólíkt því sem gerst hefur oftast undanfarin mörg ár fer Alþýðusambandið ekki með samningsumboð aðildarfélaga sinna í stóru samfloti. Þótt vissulega sé um samflot að ræða milli verkalýðsfélaga eins og innan Starfsgreinasambandsins koma fjölmargir aðilar að samningaborðinu á hinum almenna vinnumarkaði nú sem og hjá hinu opinbera. Þá eru kröfurnar mjög misjafnar, bæði efnislega og hvað varðar samningstíma. „Nei, ég held að þetta gangi ekki upp svona. Það er alveg ljóst að viðfangsefnið er mjög flókið og það þarf að horfa til mjög margra þátta við lausn þessarar deilu sem nú er. Það verður aldrei gert með góðu móti nema menn komi þá saman að úrlausninni,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Það séu til leiðir til að auka kaupmátt launafólks enn frekar án þess að hleypa verðbólgunni af stað. „Það gæti komið til aðkoma ríkisvalds, það gætu komið til breytingar á launakerfum, hvernig eigi að meðhöndla ólíkar kröfur þ.e.a.s annars vegar millitekjuhópa og krafna um hækkun lægstu launa. Þetta gerist ekki öðruvísi en í samfloti,“ segir Þorsteinn. Sigurður Bessason formaður Eflingar segir margt hafa flægt samningsstöðuna að undanförnu og hafi nýleg hækkun launa stjórnarmanna í HB Granda verið eins og bensín á eldinn. „Alveg klárlega og okkar krafa er sú að þetta verði dregið til baka. Hvernig sem þeir fara að því. Það myndi vera mjög gott innlegg til að skapa andrúmsloft til að hægt sé að vinna með málin áfram. En engu að síður er mjög flókin staða undir. Nóg var samt að glíma við þá stöðu þó þetta bættist ekki við,“ segir Sigurður. „Við erum að tala um áherslu á að lægri kauphækkanir skili eftir sem áður meiri árangri og þar verða auðvitað stjórnendur að leiða för,“ segir Þorsteinn. Finnst þér að þeir ættu að draga þessa hækkun til baka? „Það verða þeir að svara fyrir um. En það er alveg ljóst að hún hefur truflað viðræður,“ segir framkvæmdastjóri Samstaka atvinnulífsins.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Aukinn þrýstingur vegna verkfalls Geislafræðingar segjast upplifa aukinn þrýsting frá stjórnendum Landspítalans vegna verkfalls þeirra. 18. apríl 2015 18:40 Deilendur nái landi áður en ríkið kemur að samningum Forsætisráðherra segir ekki þýða fyrir aðila vinnumarkaðrins að ætlast til að ríkisstjórnin leysi deilur þeirra en stjórnvöld séu til í að koma að samningum. 18. apríl 2015 18:50 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Aukinn þrýstingur vegna verkfalls Geislafræðingar segjast upplifa aukinn þrýsting frá stjórnendum Landspítalans vegna verkfalls þeirra. 18. apríl 2015 18:40
Deilendur nái landi áður en ríkið kemur að samningum Forsætisráðherra segir ekki þýða fyrir aðila vinnumarkaðrins að ætlast til að ríkisstjórnin leysi deilur þeirra en stjórnvöld séu til í að koma að samningum. 18. apríl 2015 18:50
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent