Framkvæmdastjóri SA segir hækkun stjórnarlauna trufla kjaraviðræður Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2015 18:52 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir hækkun stjórnarlauna hjá HB Granda hafa truflað kjaraviðræðurnar en stjórnin verði sjálf að gera upp við sig hvort hún verði dregin til baka. Samtök atvinnulífsins hafi lagt áherslu á að hóflegar launahækkanir geti skilað betri kaupmætti og þá verði stjórnendur að fara á undan með góðu fordæmi. Ólíkt því sem gerst hefur oftast undanfarin mörg ár fer Alþýðusambandið ekki með samningsumboð aðildarfélaga sinna í stóru samfloti. Þótt vissulega sé um samflot að ræða milli verkalýðsfélaga eins og innan Starfsgreinasambandsins koma fjölmargir aðilar að samningaborðinu á hinum almenna vinnumarkaði nú sem og hjá hinu opinbera. Þá eru kröfurnar mjög misjafnar, bæði efnislega og hvað varðar samningstíma. „Nei, ég held að þetta gangi ekki upp svona. Það er alveg ljóst að viðfangsefnið er mjög flókið og það þarf að horfa til mjög margra þátta við lausn þessarar deilu sem nú er. Það verður aldrei gert með góðu móti nema menn komi þá saman að úrlausninni,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Það séu til leiðir til að auka kaupmátt launafólks enn frekar án þess að hleypa verðbólgunni af stað. „Það gæti komið til aðkoma ríkisvalds, það gætu komið til breytingar á launakerfum, hvernig eigi að meðhöndla ólíkar kröfur þ.e.a.s annars vegar millitekjuhópa og krafna um hækkun lægstu launa. Þetta gerist ekki öðruvísi en í samfloti,“ segir Þorsteinn. Sigurður Bessason formaður Eflingar segir margt hafa flægt samningsstöðuna að undanförnu og hafi nýleg hækkun launa stjórnarmanna í HB Granda verið eins og bensín á eldinn. „Alveg klárlega og okkar krafa er sú að þetta verði dregið til baka. Hvernig sem þeir fara að því. Það myndi vera mjög gott innlegg til að skapa andrúmsloft til að hægt sé að vinna með málin áfram. En engu að síður er mjög flókin staða undir. Nóg var samt að glíma við þá stöðu þó þetta bættist ekki við,“ segir Sigurður. „Við erum að tala um áherslu á að lægri kauphækkanir skili eftir sem áður meiri árangri og þar verða auðvitað stjórnendur að leiða för,“ segir Þorsteinn. Finnst þér að þeir ættu að draga þessa hækkun til baka? „Það verða þeir að svara fyrir um. En það er alveg ljóst að hún hefur truflað viðræður,“ segir framkvæmdastjóri Samstaka atvinnulífsins. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Aukinn þrýstingur vegna verkfalls Geislafræðingar segjast upplifa aukinn þrýsting frá stjórnendum Landspítalans vegna verkfalls þeirra. 18. apríl 2015 18:40 Deilendur nái landi áður en ríkið kemur að samningum Forsætisráðherra segir ekki þýða fyrir aðila vinnumarkaðrins að ætlast til að ríkisstjórnin leysi deilur þeirra en stjórnvöld séu til í að koma að samningum. 18. apríl 2015 18:50 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir hækkun stjórnarlauna hjá HB Granda hafa truflað kjaraviðræðurnar en stjórnin verði sjálf að gera upp við sig hvort hún verði dregin til baka. Samtök atvinnulífsins hafi lagt áherslu á að hóflegar launahækkanir geti skilað betri kaupmætti og þá verði stjórnendur að fara á undan með góðu fordæmi. Ólíkt því sem gerst hefur oftast undanfarin mörg ár fer Alþýðusambandið ekki með samningsumboð aðildarfélaga sinna í stóru samfloti. Þótt vissulega sé um samflot að ræða milli verkalýðsfélaga eins og innan Starfsgreinasambandsins koma fjölmargir aðilar að samningaborðinu á hinum almenna vinnumarkaði nú sem og hjá hinu opinbera. Þá eru kröfurnar mjög misjafnar, bæði efnislega og hvað varðar samningstíma. „Nei, ég held að þetta gangi ekki upp svona. Það er alveg ljóst að viðfangsefnið er mjög flókið og það þarf að horfa til mjög margra þátta við lausn þessarar deilu sem nú er. Það verður aldrei gert með góðu móti nema menn komi þá saman að úrlausninni,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Það séu til leiðir til að auka kaupmátt launafólks enn frekar án þess að hleypa verðbólgunni af stað. „Það gæti komið til aðkoma ríkisvalds, það gætu komið til breytingar á launakerfum, hvernig eigi að meðhöndla ólíkar kröfur þ.e.a.s annars vegar millitekjuhópa og krafna um hækkun lægstu launa. Þetta gerist ekki öðruvísi en í samfloti,“ segir Þorsteinn. Sigurður Bessason formaður Eflingar segir margt hafa flægt samningsstöðuna að undanförnu og hafi nýleg hækkun launa stjórnarmanna í HB Granda verið eins og bensín á eldinn. „Alveg klárlega og okkar krafa er sú að þetta verði dregið til baka. Hvernig sem þeir fara að því. Það myndi vera mjög gott innlegg til að skapa andrúmsloft til að hægt sé að vinna með málin áfram. En engu að síður er mjög flókin staða undir. Nóg var samt að glíma við þá stöðu þó þetta bættist ekki við,“ segir Sigurður. „Við erum að tala um áherslu á að lægri kauphækkanir skili eftir sem áður meiri árangri og þar verða auðvitað stjórnendur að leiða för,“ segir Þorsteinn. Finnst þér að þeir ættu að draga þessa hækkun til baka? „Það verða þeir að svara fyrir um. En það er alveg ljóst að hún hefur truflað viðræður,“ segir framkvæmdastjóri Samstaka atvinnulífsins.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Aukinn þrýstingur vegna verkfalls Geislafræðingar segjast upplifa aukinn þrýsting frá stjórnendum Landspítalans vegna verkfalls þeirra. 18. apríl 2015 18:40 Deilendur nái landi áður en ríkið kemur að samningum Forsætisráðherra segir ekki þýða fyrir aðila vinnumarkaðrins að ætlast til að ríkisstjórnin leysi deilur þeirra en stjórnvöld séu til í að koma að samningum. 18. apríl 2015 18:50 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Aukinn þrýstingur vegna verkfalls Geislafræðingar segjast upplifa aukinn þrýsting frá stjórnendum Landspítalans vegna verkfalls þeirra. 18. apríl 2015 18:40
Deilendur nái landi áður en ríkið kemur að samningum Forsætisráðherra segir ekki þýða fyrir aðila vinnumarkaðrins að ætlast til að ríkisstjórnin leysi deilur þeirra en stjórnvöld séu til í að koma að samningum. 18. apríl 2015 18:50