Aukinn þrýstingur vegna verkfalls Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. apríl 2015 18:40 Geislafræðingar segjast upplifa aukinn þrýsting frá stjórnendum Landspítalans vegna verkfalls þeirra. Helmingi, þeirra beiðna sem borist hafa frá spítalanum um undanþágu til að kalla út geislafræðinga vegna verkfallsins, hefur verið hafnað. Tæpar tvær vikur eru frá því að verkfallsaðgerðir Bandalags háskólanna hófust. Þá lögðu meðal annars 108 geislafræðingar sem starfa hjá ríkinu niður störf en um sextíu af þeim starfa á Landspítalanum. Að jafnaði eru um sextán geislafræðingar á dagvakt á spítalanum en á meðan á verkfallinu stendur eru þeir sex. Verkfall geislafræðinganna hefur mikil áhrif á starfsemi Landspítalans sérstaklega á þá starfsemi sem tengist krabbameinssjúklingum. Til að mynda er ekki hægt að framkvæma allar rannsóknir sem venjulega er hægt og þá hefur ekki verið unnt að hefja nýjar geislameðferðir. Formaður Félags geislafræðinga segist upplifa aukinn þrýsting frá Landspítalanum vegna þess ástands sem myndast hafi á spítalanum. „Það er náttúrulega bara þrýstingur. Það er ástand á sjúkrahúsinu nú eru bara áhrifin komin af miklum þunga og þá verður náttúrulega, það liggur í hlutarins eðli, að þá verða átökin meiri,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. Spítalinn hefur til að mynda óskað nokkrum sinnum eftir að fá undanþágu frá verkfallinu til að kalla út fleiri geislafræðinga til vinnu. „Það hafa sem sagt borist fjórar undanþágubeiðnir til Félags geislafræðinga og tveim hefur verið hafnað,“ segir Katrín. Í vikunni sögðum við frá Hinriki A. Hansen sem er með heilaæxli og komst ekki í myndatöku vegna verkfallsins. Hann sakaði meðal verkalýðsfélögin, nú síðast BHM, um að taka sjúklinga í gíslingu til að sækja launahækkanir. „Ég get alveg fullvissað þig um það að það er fullt samþykki þarna og menn eru sammála um það að sjúklingar sem geta hlotið svona skaða af þeir eiga ekki að bíða,“ segir Katrín. Katrín segir kröfu félagsins skýra. Það er að menntun verði metin til launa en lægstu laun félagsmanna samkvæmt kjarasamningum eru í dag um 330 þúsund krónur sem hún telur alltof lág. Hún segir félagsmenn tilbúna til að standa í verkfallsaðgerðunum jafnvel svo mánuðum skipti til að knýja fram kjarabót. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Geislafræðingar segjast upplifa aukinn þrýsting frá stjórnendum Landspítalans vegna verkfalls þeirra. Helmingi, þeirra beiðna sem borist hafa frá spítalanum um undanþágu til að kalla út geislafræðinga vegna verkfallsins, hefur verið hafnað. Tæpar tvær vikur eru frá því að verkfallsaðgerðir Bandalags háskólanna hófust. Þá lögðu meðal annars 108 geislafræðingar sem starfa hjá ríkinu niður störf en um sextíu af þeim starfa á Landspítalanum. Að jafnaði eru um sextán geislafræðingar á dagvakt á spítalanum en á meðan á verkfallinu stendur eru þeir sex. Verkfall geislafræðinganna hefur mikil áhrif á starfsemi Landspítalans sérstaklega á þá starfsemi sem tengist krabbameinssjúklingum. Til að mynda er ekki hægt að framkvæma allar rannsóknir sem venjulega er hægt og þá hefur ekki verið unnt að hefja nýjar geislameðferðir. Formaður Félags geislafræðinga segist upplifa aukinn þrýsting frá Landspítalanum vegna þess ástands sem myndast hafi á spítalanum. „Það er náttúrulega bara þrýstingur. Það er ástand á sjúkrahúsinu nú eru bara áhrifin komin af miklum þunga og þá verður náttúrulega, það liggur í hlutarins eðli, að þá verða átökin meiri,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. Spítalinn hefur til að mynda óskað nokkrum sinnum eftir að fá undanþágu frá verkfallinu til að kalla út fleiri geislafræðinga til vinnu. „Það hafa sem sagt borist fjórar undanþágubeiðnir til Félags geislafræðinga og tveim hefur verið hafnað,“ segir Katrín. Í vikunni sögðum við frá Hinriki A. Hansen sem er með heilaæxli og komst ekki í myndatöku vegna verkfallsins. Hann sakaði meðal verkalýðsfélögin, nú síðast BHM, um að taka sjúklinga í gíslingu til að sækja launahækkanir. „Ég get alveg fullvissað þig um það að það er fullt samþykki þarna og menn eru sammála um það að sjúklingar sem geta hlotið svona skaða af þeir eiga ekki að bíða,“ segir Katrín. Katrín segir kröfu félagsins skýra. Það er að menntun verði metin til launa en lægstu laun félagsmanna samkvæmt kjarasamningum eru í dag um 330 þúsund krónur sem hún telur alltof lág. Hún segir félagsmenn tilbúna til að standa í verkfallsaðgerðunum jafnvel svo mánuðum skipti til að knýja fram kjarabót.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira