Aukinn þrýstingur vegna verkfalls Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. apríl 2015 18:40 Geislafræðingar segjast upplifa aukinn þrýsting frá stjórnendum Landspítalans vegna verkfalls þeirra. Helmingi, þeirra beiðna sem borist hafa frá spítalanum um undanþágu til að kalla út geislafræðinga vegna verkfallsins, hefur verið hafnað. Tæpar tvær vikur eru frá því að verkfallsaðgerðir Bandalags háskólanna hófust. Þá lögðu meðal annars 108 geislafræðingar sem starfa hjá ríkinu niður störf en um sextíu af þeim starfa á Landspítalanum. Að jafnaði eru um sextán geislafræðingar á dagvakt á spítalanum en á meðan á verkfallinu stendur eru þeir sex. Verkfall geislafræðinganna hefur mikil áhrif á starfsemi Landspítalans sérstaklega á þá starfsemi sem tengist krabbameinssjúklingum. Til að mynda er ekki hægt að framkvæma allar rannsóknir sem venjulega er hægt og þá hefur ekki verið unnt að hefja nýjar geislameðferðir. Formaður Félags geislafræðinga segist upplifa aukinn þrýsting frá Landspítalanum vegna þess ástands sem myndast hafi á spítalanum. „Það er náttúrulega bara þrýstingur. Það er ástand á sjúkrahúsinu nú eru bara áhrifin komin af miklum þunga og þá verður náttúrulega, það liggur í hlutarins eðli, að þá verða átökin meiri,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. Spítalinn hefur til að mynda óskað nokkrum sinnum eftir að fá undanþágu frá verkfallinu til að kalla út fleiri geislafræðinga til vinnu. „Það hafa sem sagt borist fjórar undanþágubeiðnir til Félags geislafræðinga og tveim hefur verið hafnað,“ segir Katrín. Í vikunni sögðum við frá Hinriki A. Hansen sem er með heilaæxli og komst ekki í myndatöku vegna verkfallsins. Hann sakaði meðal verkalýðsfélögin, nú síðast BHM, um að taka sjúklinga í gíslingu til að sækja launahækkanir. „Ég get alveg fullvissað þig um það að það er fullt samþykki þarna og menn eru sammála um það að sjúklingar sem geta hlotið svona skaða af þeir eiga ekki að bíða,“ segir Katrín. Katrín segir kröfu félagsins skýra. Það er að menntun verði metin til launa en lægstu laun félagsmanna samkvæmt kjarasamningum eru í dag um 330 þúsund krónur sem hún telur alltof lág. Hún segir félagsmenn tilbúna til að standa í verkfallsaðgerðunum jafnvel svo mánuðum skipti til að knýja fram kjarabót. Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Geislafræðingar segjast upplifa aukinn þrýsting frá stjórnendum Landspítalans vegna verkfalls þeirra. Helmingi, þeirra beiðna sem borist hafa frá spítalanum um undanþágu til að kalla út geislafræðinga vegna verkfallsins, hefur verið hafnað. Tæpar tvær vikur eru frá því að verkfallsaðgerðir Bandalags háskólanna hófust. Þá lögðu meðal annars 108 geislafræðingar sem starfa hjá ríkinu niður störf en um sextíu af þeim starfa á Landspítalanum. Að jafnaði eru um sextán geislafræðingar á dagvakt á spítalanum en á meðan á verkfallinu stendur eru þeir sex. Verkfall geislafræðinganna hefur mikil áhrif á starfsemi Landspítalans sérstaklega á þá starfsemi sem tengist krabbameinssjúklingum. Til að mynda er ekki hægt að framkvæma allar rannsóknir sem venjulega er hægt og þá hefur ekki verið unnt að hefja nýjar geislameðferðir. Formaður Félags geislafræðinga segist upplifa aukinn þrýsting frá Landspítalanum vegna þess ástands sem myndast hafi á spítalanum. „Það er náttúrulega bara þrýstingur. Það er ástand á sjúkrahúsinu nú eru bara áhrifin komin af miklum þunga og þá verður náttúrulega, það liggur í hlutarins eðli, að þá verða átökin meiri,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. Spítalinn hefur til að mynda óskað nokkrum sinnum eftir að fá undanþágu frá verkfallinu til að kalla út fleiri geislafræðinga til vinnu. „Það hafa sem sagt borist fjórar undanþágubeiðnir til Félags geislafræðinga og tveim hefur verið hafnað,“ segir Katrín. Í vikunni sögðum við frá Hinriki A. Hansen sem er með heilaæxli og komst ekki í myndatöku vegna verkfallsins. Hann sakaði meðal verkalýðsfélögin, nú síðast BHM, um að taka sjúklinga í gíslingu til að sækja launahækkanir. „Ég get alveg fullvissað þig um það að það er fullt samþykki þarna og menn eru sammála um það að sjúklingar sem geta hlotið svona skaða af þeir eiga ekki að bíða,“ segir Katrín. Katrín segir kröfu félagsins skýra. Það er að menntun verði metin til launa en lægstu laun félagsmanna samkvæmt kjarasamningum eru í dag um 330 þúsund krónur sem hún telur alltof lág. Hún segir félagsmenn tilbúna til að standa í verkfallsaðgerðunum jafnvel svo mánuðum skipti til að knýja fram kjarabót.
Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira