Aukinn þrýstingur vegna verkfalls Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. apríl 2015 18:40 Geislafræðingar segjast upplifa aukinn þrýsting frá stjórnendum Landspítalans vegna verkfalls þeirra. Helmingi, þeirra beiðna sem borist hafa frá spítalanum um undanþágu til að kalla út geislafræðinga vegna verkfallsins, hefur verið hafnað. Tæpar tvær vikur eru frá því að verkfallsaðgerðir Bandalags háskólanna hófust. Þá lögðu meðal annars 108 geislafræðingar sem starfa hjá ríkinu niður störf en um sextíu af þeim starfa á Landspítalanum. Að jafnaði eru um sextán geislafræðingar á dagvakt á spítalanum en á meðan á verkfallinu stendur eru þeir sex. Verkfall geislafræðinganna hefur mikil áhrif á starfsemi Landspítalans sérstaklega á þá starfsemi sem tengist krabbameinssjúklingum. Til að mynda er ekki hægt að framkvæma allar rannsóknir sem venjulega er hægt og þá hefur ekki verið unnt að hefja nýjar geislameðferðir. Formaður Félags geislafræðinga segist upplifa aukinn þrýsting frá Landspítalanum vegna þess ástands sem myndast hafi á spítalanum. „Það er náttúrulega bara þrýstingur. Það er ástand á sjúkrahúsinu nú eru bara áhrifin komin af miklum þunga og þá verður náttúrulega, það liggur í hlutarins eðli, að þá verða átökin meiri,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. Spítalinn hefur til að mynda óskað nokkrum sinnum eftir að fá undanþágu frá verkfallinu til að kalla út fleiri geislafræðinga til vinnu. „Það hafa sem sagt borist fjórar undanþágubeiðnir til Félags geislafræðinga og tveim hefur verið hafnað,“ segir Katrín. Í vikunni sögðum við frá Hinriki A. Hansen sem er með heilaæxli og komst ekki í myndatöku vegna verkfallsins. Hann sakaði meðal verkalýðsfélögin, nú síðast BHM, um að taka sjúklinga í gíslingu til að sækja launahækkanir. „Ég get alveg fullvissað þig um það að það er fullt samþykki þarna og menn eru sammála um það að sjúklingar sem geta hlotið svona skaða af þeir eiga ekki að bíða,“ segir Katrín. Katrín segir kröfu félagsins skýra. Það er að menntun verði metin til launa en lægstu laun félagsmanna samkvæmt kjarasamningum eru í dag um 330 þúsund krónur sem hún telur alltof lág. Hún segir félagsmenn tilbúna til að standa í verkfallsaðgerðunum jafnvel svo mánuðum skipti til að knýja fram kjarabót. Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Geislafræðingar segjast upplifa aukinn þrýsting frá stjórnendum Landspítalans vegna verkfalls þeirra. Helmingi, þeirra beiðna sem borist hafa frá spítalanum um undanþágu til að kalla út geislafræðinga vegna verkfallsins, hefur verið hafnað. Tæpar tvær vikur eru frá því að verkfallsaðgerðir Bandalags háskólanna hófust. Þá lögðu meðal annars 108 geislafræðingar sem starfa hjá ríkinu niður störf en um sextíu af þeim starfa á Landspítalanum. Að jafnaði eru um sextán geislafræðingar á dagvakt á spítalanum en á meðan á verkfallinu stendur eru þeir sex. Verkfall geislafræðinganna hefur mikil áhrif á starfsemi Landspítalans sérstaklega á þá starfsemi sem tengist krabbameinssjúklingum. Til að mynda er ekki hægt að framkvæma allar rannsóknir sem venjulega er hægt og þá hefur ekki verið unnt að hefja nýjar geislameðferðir. Formaður Félags geislafræðinga segist upplifa aukinn þrýsting frá Landspítalanum vegna þess ástands sem myndast hafi á spítalanum. „Það er náttúrulega bara þrýstingur. Það er ástand á sjúkrahúsinu nú eru bara áhrifin komin af miklum þunga og þá verður náttúrulega, það liggur í hlutarins eðli, að þá verða átökin meiri,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. Spítalinn hefur til að mynda óskað nokkrum sinnum eftir að fá undanþágu frá verkfallinu til að kalla út fleiri geislafræðinga til vinnu. „Það hafa sem sagt borist fjórar undanþágubeiðnir til Félags geislafræðinga og tveim hefur verið hafnað,“ segir Katrín. Í vikunni sögðum við frá Hinriki A. Hansen sem er með heilaæxli og komst ekki í myndatöku vegna verkfallsins. Hann sakaði meðal verkalýðsfélögin, nú síðast BHM, um að taka sjúklinga í gíslingu til að sækja launahækkanir. „Ég get alveg fullvissað þig um það að það er fullt samþykki þarna og menn eru sammála um það að sjúklingar sem geta hlotið svona skaða af þeir eiga ekki að bíða,“ segir Katrín. Katrín segir kröfu félagsins skýra. Það er að menntun verði metin til launa en lægstu laun félagsmanna samkvæmt kjarasamningum eru í dag um 330 þúsund krónur sem hún telur alltof lág. Hún segir félagsmenn tilbúna til að standa í verkfallsaðgerðunum jafnvel svo mánuðum skipti til að knýja fram kjarabót.
Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira