Einn maður er alvarlega slasaður eftir að hafa fallið af fjórhjóli við Fróðengi í Grafarvogi í kvöld.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var maðurinn fluttur á slysadeild. Málið er til rannsóknar en fyrirliggur að hann hafi ekki lent saman við annað ökutæki.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var bíll kallaður út hjá þeim til að þrífa vettvang slyssins.
Alvarlega slasaður eftir fjórhjólaslys í Grafarvogi
Aðalsteinn Kjartansson skrifar
