Talið ólíklegt að Grikkir nái samkomulagi fyrir páska Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. apríl 2015 23:34 Grikkir segja í áætlun sinni að þeir hafi engin áform um að hætta í evrusamstarfinu. vísir/ap Fundi Grikkja við lánadrottna þeirra lauk í dag, án árangurs. Talið er ólíklegt að samningar náist fyrir páska. Grikkir sendu til lánadrottna sinna í gær uppfærða áætlun til umbóta í þeirri von um að fá frekari lán og geta þannig forðast greiðslufall. Áætlunin er 26 blaðsíðna löng og segja Grikkir hana umtalsvert ítarlegri en fyrri tillögur þeirra. Henni var skilað inn síðdegis, eftir að fundi þeirra við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Seðlabanka Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lauk. Fulltrúi Evrópusambandsins sagði í samtali við Financial Times að Grikkir yrðu að vinna enn ítarlegri áætlun, vilji þeir ná samkomulagi, og taldi ólíklegt að það næðist fyrir páska. Í áætluninni kemur fram að grísk stjórnvöld þurfi á 19 milljörðum evra að halda á árinu 2015. Þau þurfi þó fyrst að fjármagna 1,5 milljarða evra greiðslu á lífeyri og launum opinberra starfsmanna. Það muni stjórnvöld meðal annars gera með því að selja eignir í eigu ríkisins. Framtíð Grikkja innan evrusamstarfsins er í mikilli hættu, fái þeir ekki 7,2 milljarða evru neyðarlán frá Evrópusambandinu. Grikkir segja í áætlun sinni að þeir hafi engin áform um að hætta í evrusamstarfinu. Gríska ríkið er þó að renna út á tíma og hafa Grikkir verið útilokaðir frá alþjóðlegum lánamörkuðum. Grikkir þurfa að standa í skilum á 430 milljóna evra afborgun af láni fyrir 9. apríl og þurfa auk þess að greiða af fleiri lánum í þessum mánuði. Fáist ekki aukið lánsfé mun laust fé gríska ríkisins klárast á næstu dögum og blasir þá gjaldþrot við. Til stendur að setjast aftur við samningaborðið í næstu viku. Tengdar fréttir Umbótaáætlun Grikkja að vænta á morgun Forsætisráðherra Grikklands mun á morgun funda með kanslara Þýskalands og skila inn nýrri áætlun til umbóta í þeirri von um að gríska ríkið fái frekari lán 22. mars 2015 23:27 Tsipras og Merkel funda í dag: Gjaldþrot Grikkja yfirvofandi Gríska ríkið gæti orðið gjaldþrota í byrjun apríl náist ekki samningar um nýtt neyðarlán. 23. mars 2015 10:29 Grikkir gera ráð fyrir samkomulagi í næstu viku Efnahagsmálaráðherra Grikklands segist gera ráð fyrir að samkomulag náist við lánadrottna landsins í næstu viku. 1. apríl 2015 10:22 Merkel vísar skaðabótakröfunum á bug Grískir ráðamenn halda fast við kröfur sínar á hendur Þýskalandi um stríðsskaðabætur. 12. mars 2015 07:00 Gríska ríkisstjórnin óttast greiðslufall í apríl Lánadrottnar Grikklands fara nú yfir hvort áform yfirvalda um hagræðingu í ríkisrekstrinum standast skoðun. 29. mars 2015 12:27 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Fundi Grikkja við lánadrottna þeirra lauk í dag, án árangurs. Talið er ólíklegt að samningar náist fyrir páska. Grikkir sendu til lánadrottna sinna í gær uppfærða áætlun til umbóta í þeirri von um að fá frekari lán og geta þannig forðast greiðslufall. Áætlunin er 26 blaðsíðna löng og segja Grikkir hana umtalsvert ítarlegri en fyrri tillögur þeirra. Henni var skilað inn síðdegis, eftir að fundi þeirra við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Seðlabanka Evrópu og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lauk. Fulltrúi Evrópusambandsins sagði í samtali við Financial Times að Grikkir yrðu að vinna enn ítarlegri áætlun, vilji þeir ná samkomulagi, og taldi ólíklegt að það næðist fyrir páska. Í áætluninni kemur fram að grísk stjórnvöld þurfi á 19 milljörðum evra að halda á árinu 2015. Þau þurfi þó fyrst að fjármagna 1,5 milljarða evra greiðslu á lífeyri og launum opinberra starfsmanna. Það muni stjórnvöld meðal annars gera með því að selja eignir í eigu ríkisins. Framtíð Grikkja innan evrusamstarfsins er í mikilli hættu, fái þeir ekki 7,2 milljarða evru neyðarlán frá Evrópusambandinu. Grikkir segja í áætlun sinni að þeir hafi engin áform um að hætta í evrusamstarfinu. Gríska ríkið er þó að renna út á tíma og hafa Grikkir verið útilokaðir frá alþjóðlegum lánamörkuðum. Grikkir þurfa að standa í skilum á 430 milljóna evra afborgun af láni fyrir 9. apríl og þurfa auk þess að greiða af fleiri lánum í þessum mánuði. Fáist ekki aukið lánsfé mun laust fé gríska ríkisins klárast á næstu dögum og blasir þá gjaldþrot við. Til stendur að setjast aftur við samningaborðið í næstu viku.
Tengdar fréttir Umbótaáætlun Grikkja að vænta á morgun Forsætisráðherra Grikklands mun á morgun funda með kanslara Þýskalands og skila inn nýrri áætlun til umbóta í þeirri von um að gríska ríkið fái frekari lán 22. mars 2015 23:27 Tsipras og Merkel funda í dag: Gjaldþrot Grikkja yfirvofandi Gríska ríkið gæti orðið gjaldþrota í byrjun apríl náist ekki samningar um nýtt neyðarlán. 23. mars 2015 10:29 Grikkir gera ráð fyrir samkomulagi í næstu viku Efnahagsmálaráðherra Grikklands segist gera ráð fyrir að samkomulag náist við lánadrottna landsins í næstu viku. 1. apríl 2015 10:22 Merkel vísar skaðabótakröfunum á bug Grískir ráðamenn halda fast við kröfur sínar á hendur Þýskalandi um stríðsskaðabætur. 12. mars 2015 07:00 Gríska ríkisstjórnin óttast greiðslufall í apríl Lánadrottnar Grikklands fara nú yfir hvort áform yfirvalda um hagræðingu í ríkisrekstrinum standast skoðun. 29. mars 2015 12:27 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Umbótaáætlun Grikkja að vænta á morgun Forsætisráðherra Grikklands mun á morgun funda með kanslara Þýskalands og skila inn nýrri áætlun til umbóta í þeirri von um að gríska ríkið fái frekari lán 22. mars 2015 23:27
Tsipras og Merkel funda í dag: Gjaldþrot Grikkja yfirvofandi Gríska ríkið gæti orðið gjaldþrota í byrjun apríl náist ekki samningar um nýtt neyðarlán. 23. mars 2015 10:29
Grikkir gera ráð fyrir samkomulagi í næstu viku Efnahagsmálaráðherra Grikklands segist gera ráð fyrir að samkomulag náist við lánadrottna landsins í næstu viku. 1. apríl 2015 10:22
Merkel vísar skaðabótakröfunum á bug Grískir ráðamenn halda fast við kröfur sínar á hendur Þýskalandi um stríðsskaðabætur. 12. mars 2015 07:00
Gríska ríkisstjórnin óttast greiðslufall í apríl Lánadrottnar Grikklands fara nú yfir hvort áform yfirvalda um hagræðingu í ríkisrekstrinum standast skoðun. 29. mars 2015 12:27