Eiður Smári: "Spilaði í sennilega besta liði sem sagan á“ | Myndband Anton Ingi Leifsson skrifar 2. apríl 2015 16:00 vísir/getty Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti ef ekki besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið af sér, var í athyglisverðu viðtali við sjónvarpsþáttinn 433.is í gærkvöldi. Þátturinn var sýndur á Hringbraut, en Eiður fór um víðan völl í viðtalinu. „Þetta er mjög kaflaskipt," sagði Eiður aðspurður hver væri hans besti tími á ferlinum. „Ég þurfti að koma mér aftur af stað og að standast þær væntingar sem til mín voru gerðar þegar ég var yngri." „Að fá að spila með stórliði eins og Chelsea og að vera í lykilhlutverki sem vinnur deildina í fyrsta skipti í 50 ár. Að fá að upplifa allt ferlið, þegar Abrahamovic kemur inn og kaupir félagið, fá að upplifa Mourinho. Svo auðvitað Barcelona. Skref sem ekki hægt var að neita." Eiður spilaði með Barcelona frá 2006-2009, en Barcelona-liðið 2009 er talið eitt besta knattspyrnulið sögunnar. Þeir unnu allt sem hægt var að vinna; deildina, bikarinn og Meistaradeildina. „Það var það ótrúlegur tími að spila í sennilega besta liði sem sagan á sér, 2009 liðið. Það vann allt sem hægt var að vinna. Að vera hluti að því var ótrúlegt og maður gerði sér ekkert endilega grein fyrir því á þeim tíma. Maður var kannski frekar að pirra sig yfir því hvað maður spilaði fáar mínútur, en þegar ég hugsa til baka þá spilaði ég örugglega um 100-110 leiki fyrir Barcelona sem er frábært afrek. Þessi frábæri leikmaður fór frá Barcelona sumarið 2009 og gekk þá í raðir Monaco. Þar gengu hlutirnir ekki upp og hann fór á láni frá félaginu. „Erfiðast eftir Barcelona var að aðlagast öðruvísi fótbolta og stíga skref niður á við. Það held ég að sé reyndar óhjákvæmilegt þegar þú ferð frá Barcelona. Skrefið var kannski of mikið niður á við að fara til Monaco og ég átti í erfiðleikum með það. Ég skildi ekki alveg hvað leikmennirnir vildu og þeir voru kannski ekki að skilja mig inni á vellinum." „Seinni hluta ferilsins hefur verið rótering og hef verið að leita af liði þar sem mér líður vel. Það gerðist hjá Tottenham og það gerðist meira segja hjá Cercle Brugge þegar ég byrjaði að spila aftur eftir fótbrotið í Grikklandi." „Þá fann ég gleði aftur eftir fótbrotið. Ég ætlaði mér alls ekki að enda ferilinn þannig og núna erum við komnir hingað," sagði Eiður en allt viðtalið má sjá hér að neðan. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti ef ekki besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið af sér, var í athyglisverðu viðtali við sjónvarpsþáttinn 433.is í gærkvöldi. Þátturinn var sýndur á Hringbraut, en Eiður fór um víðan völl í viðtalinu. „Þetta er mjög kaflaskipt," sagði Eiður aðspurður hver væri hans besti tími á ferlinum. „Ég þurfti að koma mér aftur af stað og að standast þær væntingar sem til mín voru gerðar þegar ég var yngri." „Að fá að spila með stórliði eins og Chelsea og að vera í lykilhlutverki sem vinnur deildina í fyrsta skipti í 50 ár. Að fá að upplifa allt ferlið, þegar Abrahamovic kemur inn og kaupir félagið, fá að upplifa Mourinho. Svo auðvitað Barcelona. Skref sem ekki hægt var að neita." Eiður spilaði með Barcelona frá 2006-2009, en Barcelona-liðið 2009 er talið eitt besta knattspyrnulið sögunnar. Þeir unnu allt sem hægt var að vinna; deildina, bikarinn og Meistaradeildina. „Það var það ótrúlegur tími að spila í sennilega besta liði sem sagan á sér, 2009 liðið. Það vann allt sem hægt var að vinna. Að vera hluti að því var ótrúlegt og maður gerði sér ekkert endilega grein fyrir því á þeim tíma. Maður var kannski frekar að pirra sig yfir því hvað maður spilaði fáar mínútur, en þegar ég hugsa til baka þá spilaði ég örugglega um 100-110 leiki fyrir Barcelona sem er frábært afrek. Þessi frábæri leikmaður fór frá Barcelona sumarið 2009 og gekk þá í raðir Monaco. Þar gengu hlutirnir ekki upp og hann fór á láni frá félaginu. „Erfiðast eftir Barcelona var að aðlagast öðruvísi fótbolta og stíga skref niður á við. Það held ég að sé reyndar óhjákvæmilegt þegar þú ferð frá Barcelona. Skrefið var kannski of mikið niður á við að fara til Monaco og ég átti í erfiðleikum með það. Ég skildi ekki alveg hvað leikmennirnir vildu og þeir voru kannski ekki að skilja mig inni á vellinum." „Seinni hluta ferilsins hefur verið rótering og hef verið að leita af liði þar sem mér líður vel. Það gerðist hjá Tottenham og það gerðist meira segja hjá Cercle Brugge þegar ég byrjaði að spila aftur eftir fótbrotið í Grikklandi." „Þá fann ég gleði aftur eftir fótbrotið. Ég ætlaði mér alls ekki að enda ferilinn þannig og núna erum við komnir hingað," sagði Eiður en allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjá meira