Erlent

Nóbelsverðlaunahafinn Tomas Tranströmer látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Tomas Tranströmer hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2011.
Tomas Tranströmer hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2011. Vísir/AFP
Sænski Nóbelsverðlaunahafinn Tomas Tranströmer er látinn, 83 ára að aldri. Hann lést í gær eftir skammvinn veikindi.

Tranströmer hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2011.

Tranströmer er á meðal þekkustu skálda Norðurlanda en hann fæddist árið 1931.

Fyrsta ljóðasafn hans kom út árið 1954 og hefur hann hlotið margvíslegar viðurkenningar á ferlinum. Árið 1990 hlaut hann Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir ljóðabókina „För levande och döda“ og kom hún út á íslensku í bókinni „Tré og himinn" í þýðingu Njarðar P. Njarðvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×