Erlent

Lokafrestur til að ná samkomulagi um kjarnorkuáætlun Írana nálgast óðfluga

Atli Ísleifsson skrifar
Íranir segja þróun kjarnorkuáætlunar landsins vera í friðsamlegum tilgangi.
Íranir segja þróun kjarnorkuáætlunar landsins vera í friðsamlegum tilgangi. Vísir/AFP
Viðræður fulltrúa sex stórvelda og Írans um kjarnorkuáætlun landsins héldu áfram í dag en fresturinn til að ná samkomulagi nálgast óðfluga.

Í frétt BBC segir að utanríkisráðherrar Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafi allir frestað öðrum fundum sínum til að vinna að samkomulagi við Írana, en frestur rennur út 31. mars. Fulltrúar kínverskra, rússneskra og breskra stjórnvalda sækja einnig samningafundina.

Stórveldin vilja öll tryggja að Íranir þrói ekki kjarnorkuvopn, en Íranir neita því að hafa slíkt í hyggju og segja áætlunina vera í friðsamlegum tilgangi.

Íranir vonast til að með því að ná samkomulagi um kjarnorkuáætlun landsins verði hægt að aflétta þeim viðskiptaþvingunum sem beinast nú að landinu.

Viðræðurnar fara fram í Lausanne í Sviss, en Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, fer fyrir sendinefnd Írana.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×