Erlent

Rithöfundurinn Terry Pratchett er látinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Terry Pratchett.
Terry Pratchett. Vísir/AFP
Breski skáldsagnahöfundurinn Terry Pratchett er látinn, en hann var 66 ára gamall. Hann er mest þekktur fyrir bókaseríuna Discworld. Útgefandi hans tilkynnti í dag að hann hefði látist á heimili sínu umkringdur vinum sínum og fjölskyldu.

Í heildina hefur hann skrifað rúmlega 70 bækur, en fyrsta skáldsaga hans, The Carpet People, var gefin út árið 1971.

Á vef Telegraph segir að Pratchett hafi greinst með Alzheimer árið 2007, en hann hafi haldið áfram að skrifa samhliða baráttu sinni gegn veikindunum. Hann kláraði síðustu bók sína síðasta sumar, en hún er hluti af Discworld seríunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×