Innlent

Sendinefnd ESB á Íslandi: Engin viðbrögð að svo stöddu

Atli Ísleifsson skrifar
Frá skrifstofum framkvæmdastjórnar Evrópusambandins í Brussel.
Frá skrifstofum framkvæmdastjórnar Evrópusambandins í Brussel. Vísir/Getty
Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi mun að svo stöddu ekki bregðast við tilkynningu ríkisstjórnarinnar um að hún hyggist ekki endurvekja aðildarferlið að ESB, að ný stefna yfirtaki skuldbindingar fyrri ríkisstjórnar í aðildarferlinu og að ESB geri ráðstafanir sem taki mið af því að Ísland teljist ekki lengur umsóknarríki.

Klemens Ólafur Þrastarson, upplýsingafulltrúi sendinefndar ESB á Íslandi, staðfestir þetta í samtali við Vísi nú undir kvöld. Búist sé við viðbrögðum á morgun eða á allra næstu dögum.


Tengdar fréttir

Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.