Segja vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í ESB málinu skapa hættulegt fordæmi ingvar haraldsson skrifar 16. mars 2015 09:57 Viðskiptaráð telur að farsælasta lausnin væri að hlé á aðildarviðræðum á ESB út þetta kjörtímabil. vísir/afp Viðskiptaráð Íslands telur verklag ríkisstjórnarinnar varðandi stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu síðustu daga skapa hættulegt fordæmi. Vinnubrögðin séu til þess fallin að auka á þann stjórnmálalega óstöðugleika sem einkennt hafi Ísland frá haustmánuðum 2008 að mati Viðskiptaráðs. „Ef ætlunin er að efla lífskjör á Íslandi er grundvallaratriði að efnahagslegur stöðugleiki aukist. Þverpólitísk sátt um aðferðafræði og málefnaleg umræðuhefð eru hryggjarstykki þess markmiðs,“ segir í tilkynningu frá Viðskiptaráði.Telja stöðuna óbreytta Hins vegar líta samtökin svo á að staða aðiladarumsóknar Íslands sé óbreytt. Staðan hafi verið sú sama frá því ný ríkisstjórn tók við völdum. „Telji núverandi ríkisstjórn rétt að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið ætti slíkt að gerast samkvæmt ríkjandi stjórnskipulagi og stjórnmálalegum hefðum,“ segir Viðskiptaráð. Bent er á að Viðskiptaráð hafi þegar ályktað að farsælasta lausnin væri að hlé væri gert á aðildarviðræðum við ESB út þetta kjörtímabil. Þá séu nýjustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki til þess fallnar að skapa sátt eða traust hér á landi. Þetta gangi því þvert á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þess efnis:„Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins.“ Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands telur verklag ríkisstjórnarinnar varðandi stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu síðustu daga skapa hættulegt fordæmi. Vinnubrögðin séu til þess fallin að auka á þann stjórnmálalega óstöðugleika sem einkennt hafi Ísland frá haustmánuðum 2008 að mati Viðskiptaráðs. „Ef ætlunin er að efla lífskjör á Íslandi er grundvallaratriði að efnahagslegur stöðugleiki aukist. Þverpólitísk sátt um aðferðafræði og málefnaleg umræðuhefð eru hryggjarstykki þess markmiðs,“ segir í tilkynningu frá Viðskiptaráði.Telja stöðuna óbreytta Hins vegar líta samtökin svo á að staða aðiladarumsóknar Íslands sé óbreytt. Staðan hafi verið sú sama frá því ný ríkisstjórn tók við völdum. „Telji núverandi ríkisstjórn rétt að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið ætti slíkt að gerast samkvæmt ríkjandi stjórnskipulagi og stjórnmálalegum hefðum,“ segir Viðskiptaráð. Bent er á að Viðskiptaráð hafi þegar ályktað að farsælasta lausnin væri að hlé væri gert á aðildarviðræðum við ESB út þetta kjörtímabil. Þá séu nýjustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki til þess fallnar að skapa sátt eða traust hér á landi. Þetta gangi því þvert á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þess efnis:„Ríkisstjórnin mun leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi hafa byggst á samvinnu og samheldni og til framtíðar munu Íslendingar halda áfram að leysa sameiginlega af hendi helstu verkefni þjóðfélagsins.“
Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira