ESB ítrekar að aðildarumsókn Íslands hafi ekki verið dregin til baka Þorfinnur Ómarsson og Heimir Már skrifar 18. mars 2015 18:51 Talsmaður stækkunardeildar Evrópusambandsins ítrekar að Íslendingar hafi ekki dregið aðildarumsókn að sambandinu til baka með bréfi utanríkisráðherra í síðustu viku. Fyrrverandi framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofunnar segir að svo virðist sem ráðherrann vilji bæði eiga kökuna og borða hana. Gunnar Bragi Sveinsson hefur ítrekað sagt að með bréfi sínu sínu sé Ísland ekki lengur meðal umsóknarríkja. Evrópusambandið sjálft túlkar bréf hans með allt öðrum hætti. Ísland er ennþá umsóknarríki að mati stjórnenda í þessu húsi. Maja Kocijancic talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins segir að bréf utanríkisráðherra hafi verið móttekið og Evrópusambandið hafi meðtekið innihald þess. „Við höfum sagt undanfarin tvö ár að það sé auðvitað í höndum Íslands að ákveða sem frjáls og fullvalda þjóð með hvaða hætti tengsl landsins við ESB verði framvegis. Hins vegar er bréfið sem slíkt ekki ígildi afturköllunar aðildarumsóknar,“ segir Kocijancic. Aðildarviðræðurnar hafi verið stöðvaðar fyrir um tveimur árum og því hafi nú þegar ákveðnar breytingar verið gerðar. Til að mynda hafi engin stækkunarskýrsla varðandi Ísland verið gerð á síðasta ári og greiðslur sambandsins vegna aðlögunar Íslands að stjórnkerfi ESB hafi runnið út. „Frekari breytingar kunna að verða gerðar í viðræðum við aðrar stofnanir en, eins og ég sagði, er bréfið ekki ígildi uppsagnar aðildarviðræðna,“ segir Kocijancic. Áframhald viðræðna í framtíðinni sé alfarið í höndum íslenskra stjórnvalda sem og eðli samskipta þeirra við Evrópusambandið.Þú getur þá ekki sagt til um það hvort ríkisstjórn framtíðarinnar þurfi að hefja ferlið alfarið á ný? „Ég get einfaldlega ekki svarað spurningum byggðum á getgátum,“ segir talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins. Sir. Michael Leigh var framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins þegar umsókn Íslands að sambandinu var samþykkt. Þótt umsóknin hafi ekki verið dregin til baka með bréfi utanríkisráðherra sé vilji ríkisstjórnarinnar skýr. „Það er talsverð tvíræðni í bréfinu hvað þetta varðar. Maður fær á tilfinninguna að hann vilji fá kökuna sína og borða hana líka,“ segir Sir Michael. Hvað framhaldið varðar sé Evrópusambandið ekki strætisvagn sem bíði eftir íslandi á stoppistöðinni. Tíminn skipti því máli. „Ég tel að því meiri tími sem líður því erfiðara verði að endurvekja ferlið. Hvað sem öðru líður gerist það ekki sjálfkrafa. Aðildarviðræður eru hápólitískar og öll aðildarríki þurfa að vera með,“ segir Sir. Michael. Aðildarviðræður snúist um að opna einstaka kafla og leggist eitt aðildarríki gegn því dugi það til þess að öll aðildarríkin þurfi að greiða atkvæði til viðræðna. Utanríkisráðherra Lettlands kynnti bréf Gunnars Braga á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins í gær. Engin afstaða var hins vegar tekin til bréfsins á fundinum. Alþingi Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Þurfti að hætta sundi vegna öryggisástæðna Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Sjá meira
Talsmaður stækkunardeildar Evrópusambandsins ítrekar að Íslendingar hafi ekki dregið aðildarumsókn að sambandinu til baka með bréfi utanríkisráðherra í síðustu viku. Fyrrverandi framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofunnar segir að svo virðist sem ráðherrann vilji bæði eiga kökuna og borða hana. Gunnar Bragi Sveinsson hefur ítrekað sagt að með bréfi sínu sínu sé Ísland ekki lengur meðal umsóknarríkja. Evrópusambandið sjálft túlkar bréf hans með allt öðrum hætti. Ísland er ennþá umsóknarríki að mati stjórnenda í þessu húsi. Maja Kocijancic talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins segir að bréf utanríkisráðherra hafi verið móttekið og Evrópusambandið hafi meðtekið innihald þess. „Við höfum sagt undanfarin tvö ár að það sé auðvitað í höndum Íslands að ákveða sem frjáls og fullvalda þjóð með hvaða hætti tengsl landsins við ESB verði framvegis. Hins vegar er bréfið sem slíkt ekki ígildi afturköllunar aðildarumsóknar,“ segir Kocijancic. Aðildarviðræðurnar hafi verið stöðvaðar fyrir um tveimur árum og því hafi nú þegar ákveðnar breytingar verið gerðar. Til að mynda hafi engin stækkunarskýrsla varðandi Ísland verið gerð á síðasta ári og greiðslur sambandsins vegna aðlögunar Íslands að stjórnkerfi ESB hafi runnið út. „Frekari breytingar kunna að verða gerðar í viðræðum við aðrar stofnanir en, eins og ég sagði, er bréfið ekki ígildi uppsagnar aðildarviðræðna,“ segir Kocijancic. Áframhald viðræðna í framtíðinni sé alfarið í höndum íslenskra stjórnvalda sem og eðli samskipta þeirra við Evrópusambandið.Þú getur þá ekki sagt til um það hvort ríkisstjórn framtíðarinnar þurfi að hefja ferlið alfarið á ný? „Ég get einfaldlega ekki svarað spurningum byggðum á getgátum,“ segir talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins. Sir. Michael Leigh var framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins þegar umsókn Íslands að sambandinu var samþykkt. Þótt umsóknin hafi ekki verið dregin til baka með bréfi utanríkisráðherra sé vilji ríkisstjórnarinnar skýr. „Það er talsverð tvíræðni í bréfinu hvað þetta varðar. Maður fær á tilfinninguna að hann vilji fá kökuna sína og borða hana líka,“ segir Sir Michael. Hvað framhaldið varðar sé Evrópusambandið ekki strætisvagn sem bíði eftir íslandi á stoppistöðinni. Tíminn skipti því máli. „Ég tel að því meiri tími sem líður því erfiðara verði að endurvekja ferlið. Hvað sem öðru líður gerist það ekki sjálfkrafa. Aðildarviðræður eru hápólitískar og öll aðildarríki þurfa að vera með,“ segir Sir. Michael. Aðildarviðræður snúist um að opna einstaka kafla og leggist eitt aðildarríki gegn því dugi það til þess að öll aðildarríkin þurfi að greiða atkvæði til viðræðna. Utanríkisráðherra Lettlands kynnti bréf Gunnars Braga á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins í gær. Engin afstaða var hins vegar tekin til bréfsins á fundinum.
Alþingi Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Þurfti að hætta sundi vegna öryggisástæðna Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Sjá meira