Enski boltinn

Johnson má æfa með Sunderland á ný

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Adam Johnson í leik með Sunderland.
Adam Johnson í leik með Sunderland. Vísir/Getty
Adam Johnson, leikmaður Sunderland, hefur verið leyft að mæta á æfingar hjá liði sínu á nýjan leik.

Hann var settur í bann hjá félaginu eftir að hann var handtekinn í upphafi mánaðarins, grunaður um að hafa stundað kynlíf með fimmtán ára stúlku.

Johnson var leystur úr haldi gegn greiðslu og var honum tilkynnt í gær að hann þyrfti næst að mæta til lögreglu þann 23. apríl, þar sem rannsókn málsins er ekki lokið.

Leikmannasamtökin í Englandi hafa átt í viðræðum við Sunderland vegna þessa og hafa forráðamenn félagsins viðurkennt að Johnson á rétt á að mæta aftur til sinnar vinnu þar til að niðurstaða fæst í hans mál.

Dick Advocaat tók nýverið við sem stjóri Sunderland, eftir að Gus Poyet var sagt upp störfum, og verður honum heimilt að tefla Johnson fram í leik liðsins gegn West Ham um helgina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×