Innlent

Viðbúnaður hjá flugstjórnarmiðstöðinni: Flugfélög sækjast eftir að fá að sjá sólmyrkvann

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Á myndinni má sjá það svæði sem afmarkað er fyrir sólmyrkvaflugið. Leitað var til aðstandenda Stjörnufræðivefsins til þess að afmarka vel þann stað innan íslenska flugstjórnarsvæðisins sem sólmyrkvinn er mestur.
Á myndinni má sjá það svæði sem afmarkað er fyrir sólmyrkvaflugið. Leitað var til aðstandenda Stjörnufræðivefsins til þess að afmarka vel þann stað innan íslenska flugstjórnarsvæðisins sem sólmyrkvinn er mestur. mynd/isavia
Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík verður með viðbúnað vegna sólmyrkvans á morgun. Átta flugumferðarstjórar munu sinna þessum flugvélum í stað tveggja eins og vaninn er á þessum hluta svæðisins á þessum tíma dags. Fjölmörg flugfélög hafa óskað eftir að fá að fljúga ákveðinn feril fyrir austan land til að ná almyrkvanum. Þetta kemur fram í frétt frá ISAVIA.

mynd/isavia
Fimmtán til tuttugu flugvélar hafa lagt inn flugplan sérstaklega vegna sólmyrkvaflugs og búist er við að flugvélar í áætlunarflugi nýti tækifærið og fljúi innan þess svæðis sem algjör almyrkvi sést.

Ferill almyrkvans mun liggja í gegnum Færeyjar og Svalbarða og á Norðurpólinn, þvert í gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið. Í Reykjavík myrkvast tæplega 98 prósent sólarinnar en á Austurlandi yfir 99 prósent. Sólmyrkvinn er sá allra mesti sem sést hefur á Íslandi í 61 ár.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×