Innlent

Sala á rafsuðuglerjum sjaldan eins mikil

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Mikil eftirspurn hefur verið eftir rafsuðuglerjum undanfarna daga og hafa verslanir vart undan við að svara fyrirspurnum viðskiptavina. Ástæðan er sú að sólmyrkvagleraugu eru uppseld á landinu en rafsuðuglerin er hægt að nota á svipaðan hátt og gleraugun.

Fréttastofa hefur haft samband við nokkrar verslanir í dag og eru svörin flest á sömu leið: eftirspurnin er meiri en framboðið. Byko fékk nýja sendingu af rafsuðuglerjum í gær. Pétur Hallsson, aðstoðarverslunarstjóri Byko Breidd, gerir ráð fyrir að glerin muni öll seljast upp fyrir morgundaginn. Verslunin hafi reynt að anna eftirspurn en hún hafi verið meiri en gert var ráð fyrir.

Þá eru öll rafsuðugler í Sindra uppseld. Þær upplýsingar fengust hjá starfsmanni verslunarinnar að yfir sjötíu gler hefðu selst í versluninni í dag og að sala á slíkum glerjum hefði aldrei verið eins mikil.

Rafsuðugler kosta frá 100 krónum upp í 400 krónur, misjafnt eftir verslunum. Þeir sem vilja nálgast rafsuðugler ættu að geta gert það í verslun Landvéla, heildversluninni Klif, J A K ehf, Fossberg, Gastec og fleiri verslunum.

„Það er talsverður straumur og eftirspurnin hefur verið mikil í dag og í gær, en ég býst við að við eigum nóg til,“ segir Hnikar Antonsson, sölumaður hjá Gastec.


Tengdar fréttir

Líklega skýjað á föstudaginn

Sólmyrkvagleraugu eru nú uppseld í allri Evrópu, en mesti sólmyrkvi á Íslandi í 61 ár mun eiga sér stað á föstudagsmorgun.

Dimmasti sólmyrkvi á Íslandi frá árinu 1954

Sólmyrkvi, sá mesti hérlendis í sextíu ár, verður þann 20. mars næstkomandi, eftir tæpa þrjá mánuði, - þá rökkvast himinn í nokkrar mínútur þegar venjulega er hábjartur dagur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×