Utanríkisráðherra segir orðalag engu skipta – aðildarviðræðum við ESB sé lokið Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2015 19:57 Utanríkisráðherra segir ekki skipta öllu máli hvaða orð menn noti; draga til baka, hætta, slíta eða klára - aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið sé lokið. Undarlegt sé ef Evrópusambandið taki ekki mark á því. Maja Kocijancic talsmaður stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins sagði í fréttum okkar í gær að sambandið hefði móttekið bréf utanríkisráðherra og það væri Íslendinga sjálfra sem fullvalda þjóðar að ákveða samskipti sín við sambandið. „Hins vegar er bréfið sem slíkt ekki ígildi afturköllunar aðildarumsóknar,“ segir Kocijancic. Utanríkisráðherra segir bréf hans alveg skýrt. „Ég bíð bara mjög rólegur eftir því að það komi vonandi einhvers konar formleg afgreiðsla eða túlkun frá Evrópusambandinu. Ég hef ekki trú á öðru en Evrópusambandið virði lýðræðislega kjörin stjórnvöld á Íslandi. Annað væri hneyksli fyrir Evrópusambandið. Þannig að ég hef í sjálfu sér ekki stórar áhyggjur af því,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra segir að ríkisstjórnin sem sat árið 2009 hefði ekki þurft stuðning þingsins fyrir aðildarumsókninni þá, þótt þingið hafi fyrir sitt leyti samþykkt hana. Núverandi ríkisstjórn þurfi ekki heldur að fá samþykkt þingsins fyrir því að ljúka viðræðunum. Sir. Michael Leigh fyrrverandi framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins segir tvískinnung ríkja í bréfi utanríkisráðherra; eins og hann vildi bæði eiga kökuna og borða hana. „Það skiptir ekki öllu máli hvaða orð þú notar. Hvort þú notar að draga til baka, hætta, slíta eða klára eða enda. Það sem við segjum einfaldlega í okkar bréfi er að þessum viðræðum er lokið. Það er kominn endapunktur fyrir aftan. Íslensk stjórnvöld í dag líta ekki á okkur sem umsóknarríki og við ætlumst til að Evrópusambandið bregðist við því,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra flutti Alþingi árlega skýrslu sína í dag um framkvæmd utanríkisstefnunnar en sagði lítið um Evrópusambandið. Hann ræddi því meira um borgaraþjónustu utanríkisþjónustunnar og öryggismál. Í skýrslunni kom fram að íslenska utanríkisþjónustan væri sú minnsta í Evrópu. Utanríkisráðherra segir hins vegar eftirspurnina eftir þjónustu utanríkisþjónustunnar mikla. Það kosti einnig sitt að taka þátt í ýmsu alþjóðastarfi og framfylgja stórum samningum eins og samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). „Miðað við það álag og eftirspurn sem er eftir þjónustunni hjá utanríkisþjónustunni er nauðsynlegt að bæta í ef við getum hjá þessu góða starfsfólki sem við höfum í dag,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Alþingi Tengdar fréttir „Yfirgangur ESB er ógeðslegur“ Vigdís Hauksdóttir var venju fremur ósátt við ESB í nú í morgun. 19. mars 2015 09:43 Fyrrverandi ráðuneytisstjóri: EES samningurinn munaðarlaus Fjármálaráðherra segir samninginn skýrann og að allir sem að honum standa uppfylli hann. 18. mars 2015 20:13 Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15 ESB ítrekar að aðildarumsókn Íslands hafi ekki verið dregin til baka Talsmaður stærkkunarstjóra ESB segir aðildarumsókn Íslands enn í gildi en afstaða núverandi ríkisstjórnar til áframhaldandi viðræðna sé skýr. 18. mars 2015 18:51 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Sjá meira
Utanríkisráðherra segir ekki skipta öllu máli hvaða orð menn noti; draga til baka, hætta, slíta eða klára - aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið sé lokið. Undarlegt sé ef Evrópusambandið taki ekki mark á því. Maja Kocijancic talsmaður stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins sagði í fréttum okkar í gær að sambandið hefði móttekið bréf utanríkisráðherra og það væri Íslendinga sjálfra sem fullvalda þjóðar að ákveða samskipti sín við sambandið. „Hins vegar er bréfið sem slíkt ekki ígildi afturköllunar aðildarumsóknar,“ segir Kocijancic. Utanríkisráðherra segir bréf hans alveg skýrt. „Ég bíð bara mjög rólegur eftir því að það komi vonandi einhvers konar formleg afgreiðsla eða túlkun frá Evrópusambandinu. Ég hef ekki trú á öðru en Evrópusambandið virði lýðræðislega kjörin stjórnvöld á Íslandi. Annað væri hneyksli fyrir Evrópusambandið. Þannig að ég hef í sjálfu sér ekki stórar áhyggjur af því,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra segir að ríkisstjórnin sem sat árið 2009 hefði ekki þurft stuðning þingsins fyrir aðildarumsókninni þá, þótt þingið hafi fyrir sitt leyti samþykkt hana. Núverandi ríkisstjórn þurfi ekki heldur að fá samþykkt þingsins fyrir því að ljúka viðræðunum. Sir. Michael Leigh fyrrverandi framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins segir tvískinnung ríkja í bréfi utanríkisráðherra; eins og hann vildi bæði eiga kökuna og borða hana. „Það skiptir ekki öllu máli hvaða orð þú notar. Hvort þú notar að draga til baka, hætta, slíta eða klára eða enda. Það sem við segjum einfaldlega í okkar bréfi er að þessum viðræðum er lokið. Það er kominn endapunktur fyrir aftan. Íslensk stjórnvöld í dag líta ekki á okkur sem umsóknarríki og við ætlumst til að Evrópusambandið bregðist við því,“ segir Gunnar Bragi. Utanríkisráðherra flutti Alþingi árlega skýrslu sína í dag um framkvæmd utanríkisstefnunnar en sagði lítið um Evrópusambandið. Hann ræddi því meira um borgaraþjónustu utanríkisþjónustunnar og öryggismál. Í skýrslunni kom fram að íslenska utanríkisþjónustan væri sú minnsta í Evrópu. Utanríkisráðherra segir hins vegar eftirspurnina eftir þjónustu utanríkisþjónustunnar mikla. Það kosti einnig sitt að taka þátt í ýmsu alþjóðastarfi og framfylgja stórum samningum eins og samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). „Miðað við það álag og eftirspurn sem er eftir þjónustunni hjá utanríkisþjónustunni er nauðsynlegt að bæta í ef við getum hjá þessu góða starfsfólki sem við höfum í dag,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Alþingi Tengdar fréttir „Yfirgangur ESB er ógeðslegur“ Vigdís Hauksdóttir var venju fremur ósátt við ESB í nú í morgun. 19. mars 2015 09:43 Fyrrverandi ráðuneytisstjóri: EES samningurinn munaðarlaus Fjármálaráðherra segir samninginn skýrann og að allir sem að honum standa uppfylli hann. 18. mars 2015 20:13 Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15 ESB ítrekar að aðildarumsókn Íslands hafi ekki verið dregin til baka Talsmaður stærkkunarstjóra ESB segir aðildarumsókn Íslands enn í gildi en afstaða núverandi ríkisstjórnar til áframhaldandi viðræðna sé skýr. 18. mars 2015 18:51 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Sjá meira
„Yfirgangur ESB er ógeðslegur“ Vigdís Hauksdóttir var venju fremur ósátt við ESB í nú í morgun. 19. mars 2015 09:43
Fyrrverandi ráðuneytisstjóri: EES samningurinn munaðarlaus Fjármálaráðherra segir samninginn skýrann og að allir sem að honum standa uppfylli hann. 18. mars 2015 20:13
Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. 18. mars 2015 11:15
ESB ítrekar að aðildarumsókn Íslands hafi ekki verið dregin til baka Talsmaður stærkkunarstjóra ESB segir aðildarumsókn Íslands enn í gildi en afstaða núverandi ríkisstjórnar til áframhaldandi viðræðna sé skýr. 18. mars 2015 18:51
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent