Óttast að upptakan verði slitin úr samhengi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. mars 2015 15:33 Júlíus Júlíusson hefur farið fram á lögbann á Kastljósþátt kvöldsins. RÚV „Ég hef ekkert að fela og það er verið að reyna að búa til einhvern ógnvald úr þessu,“ segir Júlíus Júlíusson sem farið hefur farm á lögbann á sýningu Kastljósþáttar kvöldsins. Í þættinum verður sýnt myndefni sem tekið var upp með falinni myndavél þegar Júlíus hittir Guðjón Sigurðsson, formann MND-félagsins, í þeim tilgangi að heila hann.Segir upptökuna tala sínu máli„Ef þetta hefði verið þannig að ég væri boðin til að koma þarna og útskýra hvað ég er að gera þá hefði þetta litið öðru vísi við. Því ég hef ekkert að fela,“ segir hann. Júlíus segir að hann hafi hitt Guðjón mörgum sinnumSjá einnig: Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins „Svo eru þeir að snúa öllu á skjön og láta lýta út fyrir að ég sé einhver loddari,“ segir Júlíus sem segir að upptakan tali sem betur fer sínu máli. „En svo verður kannski ekki allt sýnt. Ég mætti þarna samtals í fimm klukkutíma og þeir eru ekki að fara sýna fimm klukkutíma. Þeir eru kannski að fara klippa eitthvað út til að draga úr samhengi.“Segist jafnvægisstilla orkukerfiðJúlíus segir að Guðjón hafi sjálfur óskað eftir því að hann kæmi til hans til að veita honum heilun sem hann hefur sérhæft sig í. Hann segist ekki lofað neinum lækningum en að hann vonaðist til að hún myndi hjálpa. „Þetta er ekki meðferð, engin loforð. Ég segi það alltaf að ég lofa ekki neinu. Ég jafnvægisstilli orkukerfi líkamans og svo sjáum við bara hvað kemur út úr því,“ segir Júlíus um heilunina sem hann bauð Guðjóni upp á.Bauð jarðtengjandi armband„Í einum af þessum fundi sem ég var með honum bauð ég honum „grounding“ armband á kostnaðarverði og svo bauð ég honum nanovatn sem ég taldi að gæti gert honum gott líka,“ segir Júlíus sem hafnar því að vera sölumaður. „Þá er verið að gera mig að einhverjum ljótum sölumanni fyrir að reyna að hafa fé af fólki. Samt er ég búinn að mæta til hans níu sinnum og eyða fimm klukkutímum með honum og allt frítt,“ segir hann.Segist venjulegur maður Júlíus segir að hann gangi ekki í hús til að selja vörur. „Ég kem þarna bara sem venjulegur maður, hef áhuga á þessum hlutum og ég átti þetta armband bara sjálfur,“ segir hann. Júlíus rekur þó fyrirtæki sem í gær var bannað að selja drykkina Energy for you og Wayback Water þar sem þeir voru framleiddir án starfsleyfis og við aðstæður sem samræmast ekki lögum um matvæli. Júlíus segir að armbandið og heilunin sem hann bauð Guðjóni upp á hafi ekki tengst því fyrirtæki. „Þetta var bara mín prívat eign,“ segir hann. Tengdar fréttir Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
„Ég hef ekkert að fela og það er verið að reyna að búa til einhvern ógnvald úr þessu,“ segir Júlíus Júlíusson sem farið hefur farm á lögbann á sýningu Kastljósþáttar kvöldsins. Í þættinum verður sýnt myndefni sem tekið var upp með falinni myndavél þegar Júlíus hittir Guðjón Sigurðsson, formann MND-félagsins, í þeim tilgangi að heila hann.Segir upptökuna tala sínu máli„Ef þetta hefði verið þannig að ég væri boðin til að koma þarna og útskýra hvað ég er að gera þá hefði þetta litið öðru vísi við. Því ég hef ekkert að fela,“ segir hann. Júlíus segir að hann hafi hitt Guðjón mörgum sinnumSjá einnig: Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins „Svo eru þeir að snúa öllu á skjön og láta lýta út fyrir að ég sé einhver loddari,“ segir Júlíus sem segir að upptakan tali sem betur fer sínu máli. „En svo verður kannski ekki allt sýnt. Ég mætti þarna samtals í fimm klukkutíma og þeir eru ekki að fara sýna fimm klukkutíma. Þeir eru kannski að fara klippa eitthvað út til að draga úr samhengi.“Segist jafnvægisstilla orkukerfiðJúlíus segir að Guðjón hafi sjálfur óskað eftir því að hann kæmi til hans til að veita honum heilun sem hann hefur sérhæft sig í. Hann segist ekki lofað neinum lækningum en að hann vonaðist til að hún myndi hjálpa. „Þetta er ekki meðferð, engin loforð. Ég segi það alltaf að ég lofa ekki neinu. Ég jafnvægisstilli orkukerfi líkamans og svo sjáum við bara hvað kemur út úr því,“ segir Júlíus um heilunina sem hann bauð Guðjóni upp á.Bauð jarðtengjandi armband„Í einum af þessum fundi sem ég var með honum bauð ég honum „grounding“ armband á kostnaðarverði og svo bauð ég honum nanovatn sem ég taldi að gæti gert honum gott líka,“ segir Júlíus sem hafnar því að vera sölumaður. „Þá er verið að gera mig að einhverjum ljótum sölumanni fyrir að reyna að hafa fé af fólki. Samt er ég búinn að mæta til hans níu sinnum og eyða fimm klukkutímum með honum og allt frítt,“ segir hann.Segist venjulegur maður Júlíus segir að hann gangi ekki í hús til að selja vörur. „Ég kem þarna bara sem venjulegur maður, hef áhuga á þessum hlutum og ég átti þetta armband bara sjálfur,“ segir hann. Júlíus rekur þó fyrirtæki sem í gær var bannað að selja drykkina Energy for you og Wayback Water þar sem þeir voru framleiddir án starfsleyfis og við aðstæður sem samræmast ekki lögum um matvæli. Júlíus segir að armbandið og heilunin sem hann bauð Guðjóni upp á hafi ekki tengst því fyrirtæki. „Þetta var bara mín prívat eign,“ segir hann.
Tengdar fréttir Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23