Óttast að upptakan verði slitin úr samhengi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. mars 2015 15:33 Júlíus Júlíusson hefur farið fram á lögbann á Kastljósþátt kvöldsins. RÚV „Ég hef ekkert að fela og það er verið að reyna að búa til einhvern ógnvald úr þessu,“ segir Júlíus Júlíusson sem farið hefur farm á lögbann á sýningu Kastljósþáttar kvöldsins. Í þættinum verður sýnt myndefni sem tekið var upp með falinni myndavél þegar Júlíus hittir Guðjón Sigurðsson, formann MND-félagsins, í þeim tilgangi að heila hann.Segir upptökuna tala sínu máli„Ef þetta hefði verið þannig að ég væri boðin til að koma þarna og útskýra hvað ég er að gera þá hefði þetta litið öðru vísi við. Því ég hef ekkert að fela,“ segir hann. Júlíus segir að hann hafi hitt Guðjón mörgum sinnumSjá einnig: Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins „Svo eru þeir að snúa öllu á skjön og láta lýta út fyrir að ég sé einhver loddari,“ segir Júlíus sem segir að upptakan tali sem betur fer sínu máli. „En svo verður kannski ekki allt sýnt. Ég mætti þarna samtals í fimm klukkutíma og þeir eru ekki að fara sýna fimm klukkutíma. Þeir eru kannski að fara klippa eitthvað út til að draga úr samhengi.“Segist jafnvægisstilla orkukerfiðJúlíus segir að Guðjón hafi sjálfur óskað eftir því að hann kæmi til hans til að veita honum heilun sem hann hefur sérhæft sig í. Hann segist ekki lofað neinum lækningum en að hann vonaðist til að hún myndi hjálpa. „Þetta er ekki meðferð, engin loforð. Ég segi það alltaf að ég lofa ekki neinu. Ég jafnvægisstilli orkukerfi líkamans og svo sjáum við bara hvað kemur út úr því,“ segir Júlíus um heilunina sem hann bauð Guðjóni upp á.Bauð jarðtengjandi armband„Í einum af þessum fundi sem ég var með honum bauð ég honum „grounding“ armband á kostnaðarverði og svo bauð ég honum nanovatn sem ég taldi að gæti gert honum gott líka,“ segir Júlíus sem hafnar því að vera sölumaður. „Þá er verið að gera mig að einhverjum ljótum sölumanni fyrir að reyna að hafa fé af fólki. Samt er ég búinn að mæta til hans níu sinnum og eyða fimm klukkutímum með honum og allt frítt,“ segir hann.Segist venjulegur maður Júlíus segir að hann gangi ekki í hús til að selja vörur. „Ég kem þarna bara sem venjulegur maður, hef áhuga á þessum hlutum og ég átti þetta armband bara sjálfur,“ segir hann. Júlíus rekur þó fyrirtæki sem í gær var bannað að selja drykkina Energy for you og Wayback Water þar sem þeir voru framleiddir án starfsleyfis og við aðstæður sem samræmast ekki lögum um matvæli. Júlíus segir að armbandið og heilunin sem hann bauð Guðjóni upp á hafi ekki tengst því fyrirtæki. „Þetta var bara mín prívat eign,“ segir hann. Tengdar fréttir Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
„Ég hef ekkert að fela og það er verið að reyna að búa til einhvern ógnvald úr þessu,“ segir Júlíus Júlíusson sem farið hefur farm á lögbann á sýningu Kastljósþáttar kvöldsins. Í þættinum verður sýnt myndefni sem tekið var upp með falinni myndavél þegar Júlíus hittir Guðjón Sigurðsson, formann MND-félagsins, í þeim tilgangi að heila hann.Segir upptökuna tala sínu máli„Ef þetta hefði verið þannig að ég væri boðin til að koma þarna og útskýra hvað ég er að gera þá hefði þetta litið öðru vísi við. Því ég hef ekkert að fela,“ segir hann. Júlíus segir að hann hafi hitt Guðjón mörgum sinnumSjá einnig: Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins „Svo eru þeir að snúa öllu á skjön og láta lýta út fyrir að ég sé einhver loddari,“ segir Júlíus sem segir að upptakan tali sem betur fer sínu máli. „En svo verður kannski ekki allt sýnt. Ég mætti þarna samtals í fimm klukkutíma og þeir eru ekki að fara sýna fimm klukkutíma. Þeir eru kannski að fara klippa eitthvað út til að draga úr samhengi.“Segist jafnvægisstilla orkukerfiðJúlíus segir að Guðjón hafi sjálfur óskað eftir því að hann kæmi til hans til að veita honum heilun sem hann hefur sérhæft sig í. Hann segist ekki lofað neinum lækningum en að hann vonaðist til að hún myndi hjálpa. „Þetta er ekki meðferð, engin loforð. Ég segi það alltaf að ég lofa ekki neinu. Ég jafnvægisstilli orkukerfi líkamans og svo sjáum við bara hvað kemur út úr því,“ segir Júlíus um heilunina sem hann bauð Guðjóni upp á.Bauð jarðtengjandi armband„Í einum af þessum fundi sem ég var með honum bauð ég honum „grounding“ armband á kostnaðarverði og svo bauð ég honum nanovatn sem ég taldi að gæti gert honum gott líka,“ segir Júlíus sem hafnar því að vera sölumaður. „Þá er verið að gera mig að einhverjum ljótum sölumanni fyrir að reyna að hafa fé af fólki. Samt er ég búinn að mæta til hans níu sinnum og eyða fimm klukkutímum með honum og allt frítt,“ segir hann.Segist venjulegur maður Júlíus segir að hann gangi ekki í hús til að selja vörur. „Ég kem þarna bara sem venjulegur maður, hef áhuga á þessum hlutum og ég átti þetta armband bara sjálfur,“ segir hann. Júlíus rekur þó fyrirtæki sem í gær var bannað að selja drykkina Energy for you og Wayback Water þar sem þeir voru framleiddir án starfsleyfis og við aðstæður sem samræmast ekki lögum um matvæli. Júlíus segir að armbandið og heilunin sem hann bauð Guðjóni upp á hafi ekki tengst því fyrirtæki. „Þetta var bara mín prívat eign,“ segir hann.
Tengdar fréttir Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23