Óttast að upptakan verði slitin úr samhengi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. mars 2015 15:33 Júlíus Júlíusson hefur farið fram á lögbann á Kastljósþátt kvöldsins. RÚV „Ég hef ekkert að fela og það er verið að reyna að búa til einhvern ógnvald úr þessu,“ segir Júlíus Júlíusson sem farið hefur farm á lögbann á sýningu Kastljósþáttar kvöldsins. Í þættinum verður sýnt myndefni sem tekið var upp með falinni myndavél þegar Júlíus hittir Guðjón Sigurðsson, formann MND-félagsins, í þeim tilgangi að heila hann.Segir upptökuna tala sínu máli„Ef þetta hefði verið þannig að ég væri boðin til að koma þarna og útskýra hvað ég er að gera þá hefði þetta litið öðru vísi við. Því ég hef ekkert að fela,“ segir hann. Júlíus segir að hann hafi hitt Guðjón mörgum sinnumSjá einnig: Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins „Svo eru þeir að snúa öllu á skjön og láta lýta út fyrir að ég sé einhver loddari,“ segir Júlíus sem segir að upptakan tali sem betur fer sínu máli. „En svo verður kannski ekki allt sýnt. Ég mætti þarna samtals í fimm klukkutíma og þeir eru ekki að fara sýna fimm klukkutíma. Þeir eru kannski að fara klippa eitthvað út til að draga úr samhengi.“Segist jafnvægisstilla orkukerfiðJúlíus segir að Guðjón hafi sjálfur óskað eftir því að hann kæmi til hans til að veita honum heilun sem hann hefur sérhæft sig í. Hann segist ekki lofað neinum lækningum en að hann vonaðist til að hún myndi hjálpa. „Þetta er ekki meðferð, engin loforð. Ég segi það alltaf að ég lofa ekki neinu. Ég jafnvægisstilli orkukerfi líkamans og svo sjáum við bara hvað kemur út úr því,“ segir Júlíus um heilunina sem hann bauð Guðjóni upp á.Bauð jarðtengjandi armband„Í einum af þessum fundi sem ég var með honum bauð ég honum „grounding“ armband á kostnaðarverði og svo bauð ég honum nanovatn sem ég taldi að gæti gert honum gott líka,“ segir Júlíus sem hafnar því að vera sölumaður. „Þá er verið að gera mig að einhverjum ljótum sölumanni fyrir að reyna að hafa fé af fólki. Samt er ég búinn að mæta til hans níu sinnum og eyða fimm klukkutímum með honum og allt frítt,“ segir hann.Segist venjulegur maður Júlíus segir að hann gangi ekki í hús til að selja vörur. „Ég kem þarna bara sem venjulegur maður, hef áhuga á þessum hlutum og ég átti þetta armband bara sjálfur,“ segir hann. Júlíus rekur þó fyrirtæki sem í gær var bannað að selja drykkina Energy for you og Wayback Water þar sem þeir voru framleiddir án starfsleyfis og við aðstæður sem samræmast ekki lögum um matvæli. Júlíus segir að armbandið og heilunin sem hann bauð Guðjóni upp á hafi ekki tengst því fyrirtæki. „Þetta var bara mín prívat eign,“ segir hann. Tengdar fréttir Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
„Ég hef ekkert að fela og það er verið að reyna að búa til einhvern ógnvald úr þessu,“ segir Júlíus Júlíusson sem farið hefur farm á lögbann á sýningu Kastljósþáttar kvöldsins. Í þættinum verður sýnt myndefni sem tekið var upp með falinni myndavél þegar Júlíus hittir Guðjón Sigurðsson, formann MND-félagsins, í þeim tilgangi að heila hann.Segir upptökuna tala sínu máli„Ef þetta hefði verið þannig að ég væri boðin til að koma þarna og útskýra hvað ég er að gera þá hefði þetta litið öðru vísi við. Því ég hef ekkert að fela,“ segir hann. Júlíus segir að hann hafi hitt Guðjón mörgum sinnumSjá einnig: Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins „Svo eru þeir að snúa öllu á skjön og láta lýta út fyrir að ég sé einhver loddari,“ segir Júlíus sem segir að upptakan tali sem betur fer sínu máli. „En svo verður kannski ekki allt sýnt. Ég mætti þarna samtals í fimm klukkutíma og þeir eru ekki að fara sýna fimm klukkutíma. Þeir eru kannski að fara klippa eitthvað út til að draga úr samhengi.“Segist jafnvægisstilla orkukerfiðJúlíus segir að Guðjón hafi sjálfur óskað eftir því að hann kæmi til hans til að veita honum heilun sem hann hefur sérhæft sig í. Hann segist ekki lofað neinum lækningum en að hann vonaðist til að hún myndi hjálpa. „Þetta er ekki meðferð, engin loforð. Ég segi það alltaf að ég lofa ekki neinu. Ég jafnvægisstilli orkukerfi líkamans og svo sjáum við bara hvað kemur út úr því,“ segir Júlíus um heilunina sem hann bauð Guðjóni upp á.Bauð jarðtengjandi armband„Í einum af þessum fundi sem ég var með honum bauð ég honum „grounding“ armband á kostnaðarverði og svo bauð ég honum nanovatn sem ég taldi að gæti gert honum gott líka,“ segir Júlíus sem hafnar því að vera sölumaður. „Þá er verið að gera mig að einhverjum ljótum sölumanni fyrir að reyna að hafa fé af fólki. Samt er ég búinn að mæta til hans níu sinnum og eyða fimm klukkutímum með honum og allt frítt,“ segir hann.Segist venjulegur maður Júlíus segir að hann gangi ekki í hús til að selja vörur. „Ég kem þarna bara sem venjulegur maður, hef áhuga á þessum hlutum og ég átti þetta armband bara sjálfur,“ segir hann. Júlíus rekur þó fyrirtæki sem í gær var bannað að selja drykkina Energy for you og Wayback Water þar sem þeir voru framleiddir án starfsleyfis og við aðstæður sem samræmast ekki lögum um matvæli. Júlíus segir að armbandið og heilunin sem hann bauð Guðjóni upp á hafi ekki tengst því fyrirtæki. „Þetta var bara mín prívat eign,“ segir hann.
Tengdar fréttir Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23