IMMI: Umfjöllunin á brýnt erindi til almennings Atli Ísleifsson skrifar 3. mars 2015 15:54 Í þætti kvöldsins verður fjallað um hversu langt sölumenn eru tilbúnir að ganga í því að selja varning sem ekki er viðurkenndur. Vísir/Ernir IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar lögbannskröfu sem sett hefur verið fram á umfjöllun Kastljóss í kvöld. Í þætti kvöldsins verður fjallað um hversu langt sölumenn eru tilbúnir að ganga í því að selja varning sem ekki er viðurkenndur. Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins á Íslandi, óskaði sjálfur eftir því að samskipti sín við slíkan sölumann yrðu tekinn upp með falinni myndavél en hann er viðmælandi Kastljóss. Í yfirlýsingu IMMI er það harmað að löggjöf sú sem kveðið er á um í þingsályktun frá 2010 um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, hafi ekki litið dagsins ljós að fullu. „Í greinargerð með ályktuninni segir meðal annars um lögbann:Lögbann á útgáfu fyrirbyggt.Hömlur á tjáningarfrelsi er sérhver lagaleg aðgerð sem hægt er að nota til að hindra að efni sé gefið út áður en til útgáfu kemur. Slíkar hindranir hafa afar slæm áhrif á tjáningarfrelsi. Í flestum lýðræðisríkjum eru sterk og jafnvel algild takmörk á þeim. Kanna þarf hvernig tryggja megi að lög verði ekki misnotuð í tilraunum til þöggunar sem takmarka og tálma tjáningarfrelsið sem tryggt er í stjórnarskránni.Sú umfjöllun Kastjóss sem lögbannskrafan beinist að, á brýnt erindi til almennings. Hér er ekki eingöngu um tjáningarfrelsi að ræða heldur ekki síður rétt borgara til aðgangs að upplýsingum. Því er afar mikilvægt að sýslumaður standi í lappirnar og synji lögbannsbeiðninni. Hafi lög verið brotin á þolandinn þess kost að hefja dómsmál og krefjast skaða- eða miskabóta. Í tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar segir: Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Samkvæmt ákvæðinu á Kastljósfólk að njóta tjáningarfrelsis en þarf eins og aðrir að ábyrgjast tjáningu sína fyrir dómi, eftir birtingu þáttarins. Síðast þegar lögbann var sett á RÚV, snérist það um mjög sambærilega lagalega tálmun á tjáningarfrelsið. Um var að ræða frétt um lánabók Kaupþings sem lekið var á vefsíðuna WikiLeaks. Í báðum tilvikum eru persónuverndarsjónarmið en einnig er í báðum tilvikum um að ræða efni sem á brýnt erindi til almennings. Samkvæmt dómafordæmum Hæstaréttar trompar tjáningarfrelsið friðhelgi einkalífs þegar efnið sem um ræðir á brýnt erindi til almennings. IMMI hvetur til þess að lagasetningu um tjáningarfrelsið sem Alþingi ályktaði um árið 2010 verði hraðað mjög til að fjölmiðlar geti sinnt hlutverki sínu með fullnægjandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Tengdar fréttir Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23 Óttast að upptakan verði slitin úr samhengi Júlíus Júlíusson hefur farið fram á lögbann á Kastljósþátt kvöldsins. 3. mars 2015 15:33 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Sjá meira
IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar lögbannskröfu sem sett hefur verið fram á umfjöllun Kastljóss í kvöld. Í þætti kvöldsins verður fjallað um hversu langt sölumenn eru tilbúnir að ganga í því að selja varning sem ekki er viðurkenndur. Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins á Íslandi, óskaði sjálfur eftir því að samskipti sín við slíkan sölumann yrðu tekinn upp með falinni myndavél en hann er viðmælandi Kastljóss. Í yfirlýsingu IMMI er það harmað að löggjöf sú sem kveðið er á um í þingsályktun frá 2010 um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, hafi ekki litið dagsins ljós að fullu. „Í greinargerð með ályktuninni segir meðal annars um lögbann:Lögbann á útgáfu fyrirbyggt.Hömlur á tjáningarfrelsi er sérhver lagaleg aðgerð sem hægt er að nota til að hindra að efni sé gefið út áður en til útgáfu kemur. Slíkar hindranir hafa afar slæm áhrif á tjáningarfrelsi. Í flestum lýðræðisríkjum eru sterk og jafnvel algild takmörk á þeim. Kanna þarf hvernig tryggja megi að lög verði ekki misnotuð í tilraunum til þöggunar sem takmarka og tálma tjáningarfrelsið sem tryggt er í stjórnarskránni.Sú umfjöllun Kastjóss sem lögbannskrafan beinist að, á brýnt erindi til almennings. Hér er ekki eingöngu um tjáningarfrelsi að ræða heldur ekki síður rétt borgara til aðgangs að upplýsingum. Því er afar mikilvægt að sýslumaður standi í lappirnar og synji lögbannsbeiðninni. Hafi lög verið brotin á þolandinn þess kost að hefja dómsmál og krefjast skaða- eða miskabóta. Í tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar segir: Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Samkvæmt ákvæðinu á Kastljósfólk að njóta tjáningarfrelsis en þarf eins og aðrir að ábyrgjast tjáningu sína fyrir dómi, eftir birtingu þáttarins. Síðast þegar lögbann var sett á RÚV, snérist það um mjög sambærilega lagalega tálmun á tjáningarfrelsið. Um var að ræða frétt um lánabók Kaupþings sem lekið var á vefsíðuna WikiLeaks. Í báðum tilvikum eru persónuverndarsjónarmið en einnig er í báðum tilvikum um að ræða efni sem á brýnt erindi til almennings. Samkvæmt dómafordæmum Hæstaréttar trompar tjáningarfrelsið friðhelgi einkalífs þegar efnið sem um ræðir á brýnt erindi til almennings. IMMI hvetur til þess að lagasetningu um tjáningarfrelsið sem Alþingi ályktaði um árið 2010 verði hraðað mjög til að fjölmiðlar geti sinnt hlutverki sínu með fullnægjandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni.
Tengdar fréttir Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23 Óttast að upptakan verði slitin úr samhengi Júlíus Júlíusson hefur farið fram á lögbann á Kastljósþátt kvöldsins. 3. mars 2015 15:33 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Sjá meira
Vill lögbann á Kastljósþátt kvöldsins Falin myndavél notuð til að taka um samskipti sölumanns við formann MND-félagsins. 3. mars 2015 14:23
Óttast að upptakan verði slitin úr samhengi Júlíus Júlíusson hefur farið fram á lögbann á Kastljósþátt kvöldsins. 3. mars 2015 15:33