Erlent

Paul Allen fann Musashi á sjávarbotni

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Einn stofnenda Microsoft hefur leitað að japanska herskipinu sem sökkt var í seinni heimsstyrjöldinni í átta ár.
Einn stofnenda Microsoft hefur leitað að japanska herskipinu sem sökkt var í seinni heimsstyrjöldinni í átta ár.
Teymi á vegum Paul Allen, eins af stofnendum Microsoft, hefur fundið japanska herskipið Musashi. Skipinu var sökkt árið 1944 af bandaríska hernum og hefur síðan þá verið á óþekktum stað á hafsbotni.

Skipið er eitt stærsta herskip sem hefur verið byggt en það var sett á flot árið 1942, þegar síðari heimsstyrjöldin stóð sem hæst. 



Allen tilkynnti um fundinn á Twitter á mánudag en teymið hans hefur nú birt myndband sem tekið er upp í við skipið á YouTube. Leit hans að skipinu hófst fyrir átta árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×