Nú mega Mývetningar velja eldstöðinni nöfn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. mars 2015 08:15 Megingígurinn eftir að eldgosinu lauk. Hvað á hann að heita? Mynd/Haraldur Unason Diego Ný lög um örnefni voru samþykkt frá Alþingi í vikunni. Samkvæmt þeim er það nú í höndum Mývetninga, það er sveitarstjórnar Skútustaðahrepps, að hafa frumkvæði að nafngift þeirra nýju náttúrufyrirbæra sem urðu til í eldgosinu í Holuhrauni. Lögin voru samþykkt á þriðjudag með 44 atkvæðum gegn einu. Helsta nýmæli þeirra er að vald til að ákveða nöfn er fært nær almenningi með því að ábyrgð og skráning nafngifta er færð til sveitarfélaga. „Ef nýtt náttúrufyrirbæri þarfnast nafns ber viðkomandi sveitarstjórn að hafa frumkvæði að nafngift að fenginni umsögn örnefnanefndar,“ segir í 7. málsgrein nýju örnefnalaganna. „Tillögu að nýju nafni ber að senda ráðherra til staðfestingar. Þegar ráðherra hefur staðfest nýtt nafn skal sveitarstjórn eða eftir atvikum ráðherra upplýsa Landmælingar Íslands um nýja nafngift,“ segir ennfremur. Fjörleg umræða varð um nafn á fyrstu dögum eldgossins í Holuhrauni. Þannig bárust um tvöhundruð uppástungur þegar Stöð 2 og Vísir kölluðu eftir tillögum frá almenningi í byrjun september. Tvær stóðu þá upp úr, 21 tillaga barst um nafnið Drekahraun og 14 ábendingar um nafnið Holuhraun. Tekið skal fram að þá var gosið ennþá á langri gossprungu og ekki hafði þá myndast sá mikli gígur sem nú blasir við né var stærð hraunsins orðin jafn mikil og nú er orðin staðreynd.Nýja hraunið gæti hafa myndað náttúrulega stíflu til að nýtt lón myndist fyrir innan í sumar. Hvað ætti það lón að heita?Mynd/Haraldur Unason DiegoÞótt meginverkefni Mývetninga verði væntanlega að finna tvö ný nöfn, á aðalgíginn og hraunið, má telja líklegt að til skoðunar komi hvort fleiri ný náttúrufyrirbæri á svæðinu þarfnist nafns, eins og smærri gígar utan aðalgígsins. Þá verður spennandi að sjá í vor og sumar hvort nýtt lón myndist fyrir innan nýja hraunið. Það þyrfti þá væntanlega að velja því lóni eitthvert heiti. Þá vaknar sú spurning hvort sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs gæti haft aðkomu að málinu. Sveitarfélagamörk Skútustaðahrepps og Fljótsdalshéraðs liggja nefnilega um farveg Jökulsár á Fjöllum. Í eldgosinu flæddi hraun út í farveginn og þrýsti honum lengra til austurs. Hugsanlegt er að austasta tota hraunsins hafi náð að teygja sig yfir gömlu sveitarfélagamörkin.Hraunið rann út í meginkvíslar Jökulsár á Fjöllum á Dyngjusandi. Náði það yfir sveitarfélagamörkin, sem liggja um farveginn?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Alþingi Tengdar fréttir Hvað á nýja eldstöðin að heita? Fjölmargar tillögur um nafn á nýju eldstöðina hafa borist fréttastofu. Flestir leggja til Drekahraun og þá hafa einnig fjölmargir lagt til Bárðarhraun. 1. september 2014 21:13 Á þriðja hundrað tillögur: Drekahraun, Ómarshraun eða Litla-Hraun? Fréttastofa hvatti almenning í gær til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og hrauninu og hafa fjölmargar tillögur borist. 2. september 2014 10:52 Héti þessi eyja Vesturey ef Eyjamenn hefðu valið? Mývetningar fá að eiga frumkvæði að nafngift nýrra náttúrufyrirbæra sem verða til vegna eldgossins í Holuhrauni, samkvæmt lagafrumvarpi um örnefni. 15. janúar 2015 09:57 Ómarshraun og Kristjánsgígar Almenningur leggur til nöfn á nýja hraunið. 2. september 2014 19:30 Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Ný lög um örnefni voru samþykkt frá Alþingi í vikunni. Samkvæmt þeim er það nú í höndum Mývetninga, það er sveitarstjórnar Skútustaðahrepps, að hafa frumkvæði að nafngift þeirra nýju náttúrufyrirbæra sem urðu til í eldgosinu í Holuhrauni. Lögin voru samþykkt á þriðjudag með 44 atkvæðum gegn einu. Helsta nýmæli þeirra er að vald til að ákveða nöfn er fært nær almenningi með því að ábyrgð og skráning nafngifta er færð til sveitarfélaga. „Ef nýtt náttúrufyrirbæri þarfnast nafns ber viðkomandi sveitarstjórn að hafa frumkvæði að nafngift að fenginni umsögn örnefnanefndar,“ segir í 7. málsgrein nýju örnefnalaganna. „Tillögu að nýju nafni ber að senda ráðherra til staðfestingar. Þegar ráðherra hefur staðfest nýtt nafn skal sveitarstjórn eða eftir atvikum ráðherra upplýsa Landmælingar Íslands um nýja nafngift,“ segir ennfremur. Fjörleg umræða varð um nafn á fyrstu dögum eldgossins í Holuhrauni. Þannig bárust um tvöhundruð uppástungur þegar Stöð 2 og Vísir kölluðu eftir tillögum frá almenningi í byrjun september. Tvær stóðu þá upp úr, 21 tillaga barst um nafnið Drekahraun og 14 ábendingar um nafnið Holuhraun. Tekið skal fram að þá var gosið ennþá á langri gossprungu og ekki hafði þá myndast sá mikli gígur sem nú blasir við né var stærð hraunsins orðin jafn mikil og nú er orðin staðreynd.Nýja hraunið gæti hafa myndað náttúrulega stíflu til að nýtt lón myndist fyrir innan í sumar. Hvað ætti það lón að heita?Mynd/Haraldur Unason DiegoÞótt meginverkefni Mývetninga verði væntanlega að finna tvö ný nöfn, á aðalgíginn og hraunið, má telja líklegt að til skoðunar komi hvort fleiri ný náttúrufyrirbæri á svæðinu þarfnist nafns, eins og smærri gígar utan aðalgígsins. Þá verður spennandi að sjá í vor og sumar hvort nýtt lón myndist fyrir innan nýja hraunið. Það þyrfti þá væntanlega að velja því lóni eitthvert heiti. Þá vaknar sú spurning hvort sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs gæti haft aðkomu að málinu. Sveitarfélagamörk Skútustaðahrepps og Fljótsdalshéraðs liggja nefnilega um farveg Jökulsár á Fjöllum. Í eldgosinu flæddi hraun út í farveginn og þrýsti honum lengra til austurs. Hugsanlegt er að austasta tota hraunsins hafi náð að teygja sig yfir gömlu sveitarfélagamörkin.Hraunið rann út í meginkvíslar Jökulsár á Fjöllum á Dyngjusandi. Náði það yfir sveitarfélagamörkin, sem liggja um farveginn?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Alþingi Tengdar fréttir Hvað á nýja eldstöðin að heita? Fjölmargar tillögur um nafn á nýju eldstöðina hafa borist fréttastofu. Flestir leggja til Drekahraun og þá hafa einnig fjölmargir lagt til Bárðarhraun. 1. september 2014 21:13 Á þriðja hundrað tillögur: Drekahraun, Ómarshraun eða Litla-Hraun? Fréttastofa hvatti almenning í gær til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og hrauninu og hafa fjölmargar tillögur borist. 2. september 2014 10:52 Héti þessi eyja Vesturey ef Eyjamenn hefðu valið? Mývetningar fá að eiga frumkvæði að nafngift nýrra náttúrufyrirbæra sem verða til vegna eldgossins í Holuhrauni, samkvæmt lagafrumvarpi um örnefni. 15. janúar 2015 09:57 Ómarshraun og Kristjánsgígar Almenningur leggur til nöfn á nýja hraunið. 2. september 2014 19:30 Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Hvað á nýja eldstöðin að heita? Fjölmargar tillögur um nafn á nýju eldstöðina hafa borist fréttastofu. Flestir leggja til Drekahraun og þá hafa einnig fjölmargir lagt til Bárðarhraun. 1. september 2014 21:13
Á þriðja hundrað tillögur: Drekahraun, Ómarshraun eða Litla-Hraun? Fréttastofa hvatti almenning í gær til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og hrauninu og hafa fjölmargar tillögur borist. 2. september 2014 10:52
Héti þessi eyja Vesturey ef Eyjamenn hefðu valið? Mývetningar fá að eiga frumkvæði að nafngift nýrra náttúrufyrirbæra sem verða til vegna eldgossins í Holuhrauni, samkvæmt lagafrumvarpi um örnefni. 15. janúar 2015 09:57
Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45