Enski boltinn

Tvö mörk í þremur leikjum hjá miðjumanninum Kára | Sjáðu markið

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Kári Árnason, leikmaður Rotherham, skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 útisigri á Huddersfield í ensku B-deildinni í fótbolta á laugardaginn.

Sigurinn var þýðingarmikill fyrir nýliðana sem eru nú níu stigum frá fallsæti þegar tíu umferðir eru eftir af deildinni. Rotherham fór upp um tvær deildir á tveimur árum en berst nú fyrir lífi sínu í B-deildinni.

Kári, sem hefur spilað sem miðvörður hjá Rotherham og í landsliðinu undanfarin ár, var á miðjunni gegn Huddersfield og stóð sig vel.

Þetta er annað mark Kára í síðustu þremur leikjum, en hann skoraði einnig um þar síðustu helgi sigurmark gegn Millwall á 85. mínútu með þrumuskalla. Hann skoraði því tvö af þremur mörkum sínum í deildinni á einni viku.

Markið gegn Huddersfield var ekki alveg jafnglæsilegt og gegn Millwall eins og sjá má hér að ofan. Hann mokaði boltanum yfir marklínuna af stuttu færi eftir sendingu frá Jack Hunt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×