Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. febrúar 2015 19:15 Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi sem birt var í vikunni kom fram að allt að tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Til að mynda er þátttaka í bólusetningu gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum hjá átján mánaða börnum í dag 90%. Guðmundur K. Jónmundsson, barnalæknir, segir þetta áhyggjuefni. Guðmundur tók til starfa á Landspítalnaum árið 1972 og starfaði þar í hátt í fjóra áratugi. Skömmu eftir að hann byrjaði á spítalanum kom upp mislingafaraldur hér á landi. Hann sá þá með eigin augum hvaða áhrif sjúkdómurinn getur haft. Hann segir að strax og fjöldi þeirra sem bólusetja er kominn niður fyrir 90% þá sé hætta á faraldri. Guðmundur segir mikið hafa breyst með aukinni bólusetningu. Tekist hafi að útrýma sjúkdómum sem læknar sáu áður oft hjá börnum. Til að mynda sé í dag verið að bólusetja fyrir bakteríu sem heitir haemophilus influenzae af gerð b. „ Við sáum alltaf nokkurum sinnum á ári mjög slæma barkakýlisbólgu eða barkalokubólgu sem að bara kæfir börnin á nokkrum klukkutímum ef þau komast ekki til læknis. Það þarf mjög færa svæfingalækna til þess að barkaþræða og ef það gengur ekki að barkaþræða þá þarf að skera hérna á barkann til þess að opna fyrir öndunarveginn. Það er ekki þægilegur sjúkdómur. Þetta er alveg horfið síðan hvað nítján hundruð og áttatíu og eitthvað sem að farið var að bólusetja við þessu, “ segir Guðmundur. Hann segist ekki skilja þá foreldra sem bólusetja ekki börnin sín. „ Ég held að það sé bara það að fólk hefur ekki séð þessa sjúkdóma og heldur að þetta sé bara ekki neitt neitt. Það þekkir þá ekki. Þetta er bara fákunnátta, ekkert annað,“ segir Guðmundur K. Jónmundsson barnalæknir. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi sem birt var í vikunni kom fram að allt að tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Til að mynda er þátttaka í bólusetningu gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum hjá átján mánaða börnum í dag 90%. Guðmundur K. Jónmundsson, barnalæknir, segir þetta áhyggjuefni. Guðmundur tók til starfa á Landspítalnaum árið 1972 og starfaði þar í hátt í fjóra áratugi. Skömmu eftir að hann byrjaði á spítalanum kom upp mislingafaraldur hér á landi. Hann sá þá með eigin augum hvaða áhrif sjúkdómurinn getur haft. Hann segir að strax og fjöldi þeirra sem bólusetja er kominn niður fyrir 90% þá sé hætta á faraldri. Guðmundur segir mikið hafa breyst með aukinni bólusetningu. Tekist hafi að útrýma sjúkdómum sem læknar sáu áður oft hjá börnum. Til að mynda sé í dag verið að bólusetja fyrir bakteríu sem heitir haemophilus influenzae af gerð b. „ Við sáum alltaf nokkurum sinnum á ári mjög slæma barkakýlisbólgu eða barkalokubólgu sem að bara kæfir börnin á nokkrum klukkutímum ef þau komast ekki til læknis. Það þarf mjög færa svæfingalækna til þess að barkaþræða og ef það gengur ekki að barkaþræða þá þarf að skera hérna á barkann til þess að opna fyrir öndunarveginn. Það er ekki þægilegur sjúkdómur. Þetta er alveg horfið síðan hvað nítján hundruð og áttatíu og eitthvað sem að farið var að bólusetja við þessu, “ segir Guðmundur. Hann segist ekki skilja þá foreldra sem bólusetja ekki börnin sín. „ Ég held að það sé bara það að fólk hefur ekki séð þessa sjúkdóma og heldur að þetta sé bara ekki neitt neitt. Það þekkir þá ekki. Þetta er bara fákunnátta, ekkert annað,“ segir Guðmundur K. Jónmundsson barnalæknir.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira