Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. febrúar 2015 19:15 Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi sem birt var í vikunni kom fram að allt að tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Til að mynda er þátttaka í bólusetningu gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum hjá átján mánaða börnum í dag 90%. Guðmundur K. Jónmundsson, barnalæknir, segir þetta áhyggjuefni. Guðmundur tók til starfa á Landspítalnaum árið 1972 og starfaði þar í hátt í fjóra áratugi. Skömmu eftir að hann byrjaði á spítalanum kom upp mislingafaraldur hér á landi. Hann sá þá með eigin augum hvaða áhrif sjúkdómurinn getur haft. Hann segir að strax og fjöldi þeirra sem bólusetja er kominn niður fyrir 90% þá sé hætta á faraldri. Guðmundur segir mikið hafa breyst með aukinni bólusetningu. Tekist hafi að útrýma sjúkdómum sem læknar sáu áður oft hjá börnum. Til að mynda sé í dag verið að bólusetja fyrir bakteríu sem heitir haemophilus influenzae af gerð b. „ Við sáum alltaf nokkurum sinnum á ári mjög slæma barkakýlisbólgu eða barkalokubólgu sem að bara kæfir börnin á nokkrum klukkutímum ef þau komast ekki til læknis. Það þarf mjög færa svæfingalækna til þess að barkaþræða og ef það gengur ekki að barkaþræða þá þarf að skera hérna á barkann til þess að opna fyrir öndunarveginn. Það er ekki þægilegur sjúkdómur. Þetta er alveg horfið síðan hvað nítján hundruð og áttatíu og eitthvað sem að farið var að bólusetja við þessu, “ segir Guðmundur. Hann segist ekki skilja þá foreldra sem bólusetja ekki börnin sín. „ Ég held að það sé bara það að fólk hefur ekki séð þessa sjúkdóma og heldur að þetta sé bara ekki neitt neitt. Það þekkir þá ekki. Þetta er bara fákunnátta, ekkert annað,“ segir Guðmundur K. Jónmundsson barnalæknir. Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi sem birt var í vikunni kom fram að allt að tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Til að mynda er þátttaka í bólusetningu gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum hjá átján mánaða börnum í dag 90%. Guðmundur K. Jónmundsson, barnalæknir, segir þetta áhyggjuefni. Guðmundur tók til starfa á Landspítalnaum árið 1972 og starfaði þar í hátt í fjóra áratugi. Skömmu eftir að hann byrjaði á spítalanum kom upp mislingafaraldur hér á landi. Hann sá þá með eigin augum hvaða áhrif sjúkdómurinn getur haft. Hann segir að strax og fjöldi þeirra sem bólusetja er kominn niður fyrir 90% þá sé hætta á faraldri. Guðmundur segir mikið hafa breyst með aukinni bólusetningu. Tekist hafi að útrýma sjúkdómum sem læknar sáu áður oft hjá börnum. Til að mynda sé í dag verið að bólusetja fyrir bakteríu sem heitir haemophilus influenzae af gerð b. „ Við sáum alltaf nokkurum sinnum á ári mjög slæma barkakýlisbólgu eða barkalokubólgu sem að bara kæfir börnin á nokkrum klukkutímum ef þau komast ekki til læknis. Það þarf mjög færa svæfingalækna til þess að barkaþræða og ef það gengur ekki að barkaþræða þá þarf að skera hérna á barkann til þess að opna fyrir öndunarveginn. Það er ekki þægilegur sjúkdómur. Þetta er alveg horfið síðan hvað nítján hundruð og áttatíu og eitthvað sem að farið var að bólusetja við þessu, “ segir Guðmundur. Hann segist ekki skilja þá foreldra sem bólusetja ekki börnin sín. „ Ég held að það sé bara það að fólk hefur ekki séð þessa sjúkdóma og heldur að þetta sé bara ekki neitt neitt. Það þekkir þá ekki. Þetta er bara fákunnátta, ekkert annað,“ segir Guðmundur K. Jónmundsson barnalæknir.
Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira