Erlent

32 létust í árásum Boko Haram

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Nígeríski herinn berst nú við Boko Haram hryðjuverkahópinn.
Nígeríski herinn berst nú við Boko Haram hryðjuverkahópinn. Vísir/EPA
32 létust í dag í sprengjuárásum hryðjuverkahópsins Boko Haram í norðurhluta Nígeríu.

Sjálfsmorðssprengjuárás var gerð á rútustöð í bænum Biu og létust þar 17 manns. Í borginni Jos var þremur sprengjum kastað úr bíl, annars vegar á strætisvagn og hins vegar á háskóla, og létust 15 í þeirri árás.

Forsetakosningum sem fara áttu fram í Nígeríu í febrúarmánuði var frestað vegna skæðra árása Boko Haram og fara væntanlega fram þann 28. mars.

Forseti Nígeríu, Goodluck Jonathan, fullyrðir að nígeríski herinn sé með yfirhöndina í stríðinu gegn Boko Haram, en í liðinni viku hrakti herinn hópinn frá bænum Baga.

Boko Haram ræður engu að síður enn yfir stærstum hluta ríkisins Borno og meira en 3 milljónir manna hafa flúið heimili sín vegna árása hryðjuverkahópsins.


Tengdar fréttir

Hernaðarbandalag myndað gegn Boko Haram

Öllum bækistöðvum hryðjuverkasamtakanna Boko Haram sem vitað er um verður eytt á næstu sex vikum, gangi áform nígerískra stjórnvalda eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×