Erlent

Drápu rúmlega 300 liðsmenn Boko Haram

Atli Ísleifsson skrifar
Árásir Boko Haram hafa staðið yfir í landinu allt frá árinu 2009.
Árásir Boko Haram hafa staðið yfir í landinu allt frá árinu 2009. Vísir/AFP
Talsmaður nígeríska hersins segir herinn hafa drepið rúmlega 300 liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í aðgerðum sínum síðustu daga.

Chris Olukolade segir að auk þess hafi fjöldi liðsmanna hryðjuverkasamtakanna náðst og vopn þeirra gerð upptæk.

Að sögn létust tveir nígerískir hermenn og tíu særðust í aðgerðum hersins sem stóðu yfir í tvo daga í Borno-héraði í norðausturhluta landsins.

Í frétt BBC kemur fram að Nígeríuher hafi áður verið sakaður um að ofmeta mannfall andstæðinga sinna.

Árásir Boko Haram hafa staðið yfir í landinu allt frá árinu 2009, en samtökin vilja stofna íslamskt ríki.

Stjórnvöld í Nígeríu, Tsjad, Kamerún og Níger hafa myndað hernaðarbandalag til að ráða niðurlögum hryðjuverkasamtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×