Erlent

Vígamenn Boko Haram myrtu yfir hundrað manns

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Liðsmenn Boko Haram.
Liðsmenn Boko Haram. Vísir/AFP
Vígamenn Boko Haram myrtu í gær yfir hundrað manns í bænum Fotokol í norðurhluta Kamerún í Afríku. Fólkið fannst myrt inni á heimilum sínum og í moskum í borginni.

Harðir bardagar hafa geisað í norðausturhluta Nígeríu, nærri kamerúsku landamærunum að undanförnu. Vígamennirnir eru sagðir hafa ráðist inn í bæinn árla morguns og myrt íbúa bæjarins, áður en þeir héldu á brott.

Stjórnarherinn í Tsjad segist hafa drepið um tvö hundruð liðsmenn Boko Haram í gær og að nú muni þeir auka sókn. Sendir hafi verið um 2.500 hermenn til að berjast við vígamennina, en nígerska hernum hefur gengið illa að stöðva framgang hryðjuverkasamtakanna síðustu ár.

Áætlað er að um tíu þúsund manns hafi látist í norðausturhluta Nígeríu vegna árása Boko Haram. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×