Enski boltinn

Messan: Ótrúlegur munur á City með og án Toure

Man. City er ekki að spila vel um þessar mundir og fjavera Yaya Toure er ekki að fara vel með liðið.

„Mér leist vel á það fyrir hönd Man. City að lenda á móti Barcelona í Meistaradeildinni þegar það var dregið í desember. Þá var krísa hjá Barcelona. Það hefur mikið breyst síðan þá. Barcelona er að spila eins og besta lið Evrópu núna á meðan City er að spila eins og miðlungslið," sagði Hjörvar Hafliðason og hélt áfram.

„Auðvitað vantar Afríkubræðurna í City-liðið. Tölfræðin segir okkur að City er lélegra án Yaya Toure."

Síðan birtir Hjörvar tölfræðiskilti sem sýnir sláandi mun á City-liðinu með eða án Toure.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×