Enski boltinn

Sky hélt stórum hluta enska boltans | Borga 845 milljarða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Sky Sport verður áfram með sýningarrétt á stærstum hluta ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en niðurstöður útboðsins voru gefnar út í dag.

Sky fær fimm pakka af sjö á árunum 2016 til 2019 en BT tók hina tvo pakkana. Sky borgar 4,18 milljarða enskra punda fyrir sinn hluta eða um 845 milljarða íslenskra króna.

BT borgar 960 milljónir punda fyrir sinna hluta eða um 194 milljarða íslenskra króna.

Nú koma inn leikir á föstudagskvöldum í fyrsta sinn og voru því fleiri pakkar í boði en áður.

Sky verður nú með Pakka A (Hádegisleikur á laugardegi), Pakka C (Sunnudagsleikur klukkan 13.30), Pakka D (Sunnudagsleikur klukkan 16.00), Pakka E (Leikir á mánudags- og föstudagskvöldum), Pakka G (Leikir á frídögum og fleiri sunnudagsleikir). Alls 126 leikir.

BT verður nú með Pakka B (laugardagsleikir klukkan 17.30) og pakka F (leikir í miðri viku og sumir laugardagsleikir).  Alls 42 leikir.

Félögin í ensku úrvalsdeildinni græða mikið á þessum nýja samningi sem sést ekki síst á því að liðið sem fellur út deildinni fær í kringum hundrað milljónir punda í "verðlaunafé" sem gerir um 20,2 milljarða íslenskra króna. Englandsmeistararnir fá í kringum 150 milljónir punda eða yfir 30 milljarða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×