Enski boltinn

Sjáið fyrsta mark Mario Balotelli í ensku úrvalsdeildinni | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mario Balotelli skorar í kvöld.
Mario Balotelli skorar í kvöld. Vísir/AP
Mario Balotelli skoraði langþráð mark í kvöld þegar hann tryggði Liverpool 3-2 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Mario Balotelli var þá á réttum stað í markteignum eftir frábæran undirbúning frá Adam Lallana en þeir komu báðir inná sem varamenn í leiknum.

Fyrir leikinn var Mario Balotelli búinn að spila tólf leiki fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni án þess að skora en hann hafði skoraði eitt mark í Meistaradeildinni og eitt mark í enska deildabikarnum.

Markið hjá Mario Balotelli er gríðarlega mikilvægt fyrir Liverpool í baráttunni um Meistaradeildarsæti og kveikir von hjá stuðningsmönnum félagsins um að ítalski framherjinn sé að vakna eftir einstaklega rólega byrjun í búningi Liverpool.

Það er hægt að sjá sigurmark Mario Balotelli hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×