Enski boltinn

De Jong í aðgerð með samfallið lunga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Enn verður bið á því að Hollendingurinn Siem de Jong spili með Newcastle á nýjan leik en sóknarmaðurinn verður frá í tvo mánuði í viðbót eftir að hafa gengist undir aðgerð.

De Jong var með samfallið lunga en þetta er í annað skipti sem hann glímir við slík veikindi. Síðast gerðist það fyrir tveimur árum síðan.

Hann hefur ekkert spilað með Newcastle síðan í ágúst þar sem hann hefur verið að glíma við meiðsli í læri.

„Eftir að hafa lagt svo mikla vinnu á mig undanfarna fjóra mánuði til að komast aftur í form þá er það mikil óheppni að verða fyrir svona bakslagi,“ sagði De Jong í viðtali á heimasíðu Newcastle.

De Jong var áður fyrirliði Ajax og samherji Kolbeins Sigþórssonar hjá félaginu. Hann gekk í raðir Newcastle í sumar en náði aðeins að spila tvo leiki með félaginu áður en hann meiddist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×