Enski boltinn

Ég er á pari við þá bestu

Allardyce hefur alltaf verið líflegur.
Allardyce hefur alltaf verið líflegur. vísir/getty
Sam Allardyce, stjóri West Ham, er með sjálfstraustið í botni enda að gera fína hluti með West Ham.

Allardyce er ekki með neina minnimáttarkennd gagnvart öðrum stjórum ensku úrvalsdeildarinnar.

„Það er enginn stjóri fágaðri en ég. Þá er ég ekki að gagnrýna neina aðra stjóra. Það er aðeins Wenger sem hefur verið lengur í deildinni en ég. Ég er jafngóður og allir hinir reynslukapparnir í þessari deild," sagði Allardyce.

Hann byrjaði með Bolton í úrvalsdeildinni árið 2001 og er því orðinn reynslumikill. Staða hans var í mikilli hættu í fyrra en honum hefur tekist að snúa við blaðinu hjá West Ham.

Þó svo aðrir stjórar í deildinni hafi reynslu af því að þjálfa víðar um Evrópu þá er Stóri Sam ekki að gefa þeim neitt.

„Það má vera að Van Gaal, Koeman og fleiri hafi þjálfað erlendis en miðað við reynsluna sem ég hef í úrvalsdeildinni þá eru fáir sem gera þetta betur. Það kemur allt með reynslu og þekkingu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×