Enski boltinn

Van Gaal: Leiðinlegt að heyra baulið því við spilum fyrir fólkið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Louis van Gaal er með United í þriðja sæti deildarinnar.
Louis van Gaal er með United í þriðja sæti deildarinnar. vísir/getty
Manchester United vann nýliða Burnley, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi, en úrslitin gefa ekki rétta mynd af leiknum.

Burnley-liðið var betri aðilinn lengi vel og fékk nóg af færum til að skora, en eins og oft áður á tímabilinu hélt David De Gea United inn í leiknum.

Sjá einnig:Eftirminnilegt kvöld fyrir varmanninn Chris Smalling | Sjáið mörkin í leiknum

Chris Smalling kom United yfir snemma leiks áður en Danny Ings jafnaði fyrir gestina. Það leiddist stuðningsmönnum United sem eru margir hverjir að gefast upp á liðinu þrátt fyrir ágæta stöðu í deildinni og bauluðu því hressilega á sína menn.

„Ég heyrði baulið. Ég hef áhyggjur af þessu því við spilum fyrir stuðningsmennina. Þeir eru mikilvægasti hluti félagsins,“ sagði Van Gaal áhyggjufullur í viðtali við Sky Sports eftir leik.

„Stuðningsmennirnir halda félaginu á lífi og því var mikilvægt að þeir klöppuðu fyrir okkur eftir leikinn. Þeir eru líka alltaf hérna í 90 mínútur en ekki bara 45 mínútur.“

Manchester United gerði 1-1 jafntefli við West Ham á sunnudaginn þar sem liðið leit ekki vel út og Van Gaal viðurkennir að sínir menn hafi virkað stressaðir í gær.

„Ég er sammála því. Það er leiðinlegt því stuðningsmennirnir voru með okkur þar sem við vorum yfir í hálfleik,“ sagði Louis van Gaal.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×