Enski boltinn

Átti Ivanovic að fá rautt fyrir þetta? - Mourinho fannst það ekki

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Chelsea er áfram með sjö stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 sigur á Everton í gærkvöldi.

Brasilíumaðurin Willian skoraði eina markið á 90. mínútu með föstu skoti fyrir utan teig en hann hafði heppnina með sér enda fór skotið í gegnum tvo varnarmenn.

Sjá einnig:Meistaraheppnin með Chelsea í lokin | Sjáið sigurmarkið

Undir lok leiksins fékk Gareth Barry, leikmaður Everton, sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir klaufalegt brot.

Upp úr sauð á milli leikmannaliðanna og þar var enginn í meira rugli en Branislav Ivanovic, varnarmaður Chelsea.

Hann óð að James McCarthy, leikmanni Everton, tók hann hálstaki og reyndi að skalla miðjumanninn í andlitið. Þetta gerðist beint fyrir framan dómarann sem refsaði Serbanum þó ekkert.

Í myndbandinu hér að ofan má sjá þegar Ivanovic missir sig, en að neðan er José Mourinho að ganga úr viðtali þegar hann er spurður út í atvikið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×