Enski boltinn

WBA rúllaði yfir West Ham | Sjáðu mörkin

Anton Ingi LEifsson skrifar
Sam Allardyce, stjóri West Ham.
Sam Allardyce, stjóri West Ham. vísir/getty
West Bromwich Albion rúllaði yfir West Ham í FA-bikarnum í dag og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar. 4-0 lokatölur á Hawthorns.

Brown Ideye var fyrstur á blað eftir tuttugur mínútur og hann var ekki hættur. James Morrison bætti við öðru marki WBA rétt fyrir hálfleik og þannig var staðan í hálfleik.

Nígeríumaðurinn Ideye bætti við öðru marki sínu og þriðja marki WBA eftir 57. mínútur.

Varamaðurinn Morgan Amalfitano fékk svo að líta rauða spjaldið eftir sjötíu mínútna leik. Fyrst fékk hann gult spjald fyrir að brjóta á Chris Brunt sem var ekki sáttur og lét hann heyra það.

Amalfitano var pirraður og lét höndina beint í andlitið á Brunt og var sendur beinustu leið í sturtu.

Í næstu sókn skoraði Saido Berahino svo fjórða mark WBA og þannig urðu lokatölur. 4-0 lokatölur og WBA komið í átta liða úrslitin.

1-0 fyrir WBA: 2-0 fyrir WBA: 3-0: 4-0:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×