Enski boltinn

Endurkomusigur hjá Liverpool | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Adam Lallana fagnar marki sínu.
Adam Lallana fagnar marki sínu. vísir/afp
Liverpool tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar þegar liðið lagði Crystal Palace að velli með tveimur mörkum gegn einu á Selhurst Park.

Mörkin í leiknum má sjá hér að neðan.

Liverpool var miklu meira með boltann í leiknum og sótti meira en það voru heimamenn sem skoruðu fyrsta markið þegar Fraizer Campbell skoraði eftir vandræðagang í vörn Liverpool.

Lærisveinar Alans Pardew voru yfir í hálfleik en á 49. mínútu jafnaði Daniel Sturridge metin með góðu skoti eftir sendingu frá Jordan Henderson sem bar fyrirliðaband Liverpool í dag.

Það var svo Adam Lallana sem skoraði sigurmark gestanna á 58. mínútu með skoti af stuttu færi eftir að Julian Speroni hafði varið aukaspyrnu Marios Balotelli beint út í vítateiginn.

Fleiri urðu mörkin ekki og Liverpool verður því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitin.

Crystal Palace 1-0 Liverpool Crystal Palace 1-1 Liverpool Crystal Palace 1-2 Liverpool



Fleiri fréttir

Sjá meira


×