Enski boltinn

Sherwood sá Villa fara áfram

Villa-menn fagna
Villa-menn fagna vísir/getty
Aston Villa tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum FA-bikarsins með 2-1 sigri á Leicester. Scott Sinclair var hetja Villa.

Tim Sherwood var í stúkunni og fylgdist með liðinu, en hann tók við liðinu í gær eftir að Villa rak Paul Lambert í vikunni.

Fyrri hálfleikur var afspyrnu leiðinlegur, en Christian Benteke skoraði þó mark rétt áður en fyrri hálfleik lauk. Það var þó réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Markalaust í hálfleik.

Fyrsta markið kom á 68. mínútu leiksins. Leandro Bacuna fékk þá boltann á vítateigshorninu, tók á rás og hamraði boltanum í fjærhornið. Frábært skot.

Nokkrum mínútum síðar skoraði Andreas Weimann, en hann var dæmdur rangstæður. Hárréttur dómur.

Varamaðurinn og lánsmaðurinn Scott Sinclair virstist svo vera innsigla sigurinn á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar Mark Schwarzer gerði sig sekan um hörmuleg mistök.

Leiknum var ekkert lokið. Andrej Kramaric minnkaði muninn með glæsilegum skalla sem Shay Given réð ekki.

Ekki náðu gestirnir frá Leicester að jafna metin og lokatölur því 2-1 sigur Villa sem er komið í 8-liða úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×