Enski boltinn

Hodgson: Vill spila Rooney frammi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rooney í landsleik.
Rooney í landsleik. Vísir/Getty
Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, segir að hann hafi ekki hugsað um að nota eina af sínum skærustu stjörnum, Wayne Rooney, á miðjunni.

Rooney hefur verið að leika á miðjunni undanfarnar vikur hjá félagsliði sínu, Manchester United. Enski landsliðsmaðurinn hefur verið mikið hreyfður í United-liðinu, en Hodgson vill sjá Rooney spila frammi.

„Á þessum tímapunkti held ég að spila honum á miðjunni sé ekki það besta í stöðunni fyrir okkur og ég hafði ekki hugsað að spila honum þar, en hver veit? Aldrei segja aldrei,” sagði Hodgson við fjölmiðla.

Louis van Gaal, stjóri United, sagði í viðtali eftir sigurleikinn gegn Burnley að liðið væri í betra jafnvægi með Rooney á miðjunni. Í þeim leik spilaði Rooney sem varnarsinnaður miðjumaður.

„Hann er markaskorari, er það ekki? Ég vil sjá markaskorara fá boltann um og við teiginn. Hann er okkar markahæsti maður í undankeppnum og er einungis fjórum mörkum frá því að verða markahæsti frá upphafi. Vonandi heldur hann áfram að skora fyrir okkur.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×